Erlent

Gúglað í BMW bifreiðum

BMW segir að í framtíðinni verði allir bílar nettengdir.
BMW segir að í framtíðinni verði allir bílar nettengdir.

Þýski bílaframleiðandinn BMW sendi hefur tilkynnt að héðan í frá verði hægt að fá alla bíla fyrirtækisins útbúna með Internet-tengingu. „BMW mun vera fyrsti bílaframleiðandinn til að bjóða upp á þennan möguleika," segir í tilkynningu frá B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi. „Bæði verður hægt að senda tölvupóst beint úr bílnum sem og vafra um netið. Skjárinn í mælaborði bílsins er notaður sem tölvuskjár og iDrive stýrihnappurinn er músin."

Internet-möguleikinn mun virka nákvæmlega eins og sjónvarpskerfið í bílum BMW að því leyti að það slokknar á skjánum þegar komið er yfir 5 km/klst. Þetta er gert af augljósum öryggisástæðum. „En farþegar í aftursætum geta þó verið áfram á netinu á meðan að bíllinn er á ferð, svo lengi sem hann er útbúinn með DVD kerfi."

Þá er annað nýmæli í bílunum að nú verður hægt að sækja kort úr Google maps og setja þau beint inn í leiðsögukerfi bílsins. Sömuleiðis verður hægt að hringja beint í símanúmer sem þú finnur á netinu í gegnum símkerfi bílsins.

BMW áætlar að í framtíðinni verði allir bílar nettengdir enda geri nútímamaðurinn kröfu um að komast á netið á þægilegan hátt, hvar og hvenær sem er. BMW segir enn fremur að með áframhaldandi þróun BMW Connected Drive tækninnar þá geti ökumenn framtíðarinnar vafrað um netið á meðan að bíllinn er á fleygiferð, enda sjái búnaðurinn algerlega um að keyra bílinn.

Félagarnir í Top Gear þættinum prófuðu þetta á dögunum eins og sjá má hér á You Tube.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×