Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í rústum Pompei

Hin forna borg Pompei á Ítalíu er nú í svo slæmu ásigkomulagi að stjórnvöld á Ítalíu hafa lýst yfir neyðarástandi þar

Stjónvöld á Ítalíu ætla að ráða sérstakan forstöðumann með borginni og auka fjálög til hennar. Með þessu er ætlunin að reyna að bjarga þessum fornu rústum frá algerri eyðileggingu.

Samkvæmt nýrri skýrslu sérfræðinga hafa rústir Pompei verið í mikilli niðurníslu vegna skorts á fé, slæmri stjórnun, sorpi sem safnast hefur upp og ránum á ýmsum af fornminjunum sem finnast þar.

Pompei hvarf í ösku í eldgosi árið 79 og fannst ekki aftur fyrr en á átjándu öld. Er hún var grafin upp kom í ljós að hún hafði varðveist mjög vel og varð brátt að einum vinsælasta ferðamannastað á Ítalíu.

En óstjórnin á borgarminjunum hefur leitt til þess að árlega skemmast eða eyðileggjast um 150 fermetrar af veggmyndum Pompei og hið sama á um þúsundir af hlöðnum steinum í veggjum húsanna sem þar standa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×