Handbolti

Öryggir sigrar hjá Haukum og Val í kvennahandboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Skúladóttir var markahæst Valskvenna í dag.
Dagný Skúladóttir var markahæst Valskvenna í dag. Mynd/Vilhelm

Haukar og Valur unnu bæði örugga sigri í lokaumferð N1 deild kvenna í handbolta í dag en fyrir umferðina var ljóst að Haukar væru deildarmeistarar og að Stjarnan, Valur og Fram væru komin inn í úrslitakeppnina.

Haukakonur unnu 30-22 sigur á HK í Digranesi eftir að hafa verið 15-11 yfir í hálfleik. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte var með 6. Arna Sif Pálsdóttir gerði 6 mörk fyrir HK

Valur vann fjórtán marka sigur á FH, 29-15, í Kaplakrika eftir að hafa verið yfir í hálfleik 12-7. Dagný Skúladóttir var markahæst í Valsliðinu með 6 mörk en þær Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Hafrún Kristjánsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir skoruðu allar fjögur mörk hver.

Fram vann Fylki 37-26 og Stjarnan vann Gróttu 32-23 í hinum leikjum umferðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×