Sport

Lee í sögubækurnar

Lee er einn efnilegasti kylfingur heimsins
Lee er einn efnilegasti kylfingur heimsins Nordic Photos / Getty Images

Kylfingurinn Danny Lee frá Nýja-Sjálandi skráði nafn sitt í sögubækur á Evróputúrnum þegar hann vann sigur á Johnnie Walker Classic mótinu í Perth í Ástralíu.

Lee er áhugamaður og er yngsti maður sem unnið hefur mót á evrópsku mótaröðinni, aðeins 18 ára og 213 daga gamall.

Lee lauk keppni á 17 höggum undir pari, höggi á undan þeim Ross McGowan frá Bretlandi, Felipe Aguilar frá Chile og Japananum Hiroyuki Fujita.

Kylfingurinn ungi, sem fæddur er í Suður-Kóreu, er 77 dögum yngri en Suður-Afríkumaðurinn Dale Hayes sem vann opna spænska mótið árið 1971.

"Mér finnst ég vera að dreyma. Það eina sem ég óskaði mér var að ná í gegn um niðurskurðinn og reyna að ná inn á topp 20, en ég náði mér vel á strik og vann," sagði hrærður Lee eftir að úrslitin lágu fyrir, en hann fékk ekki að taka við verðlaunafé á mótinu af því hann er áhugamaður.

Lee toppaði met Tiger Woods þegar hann varð bandarískur meistari áhugamanna yngstur allra í sögunni. Hann varð með sigrinum í dag aðeins sjöundi leikmaðurinn sem nær að vinna sigur á mótaröðinni innan við tvítugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×