„Endum leikinn sem betra liðið“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 22. september 2024 17:22 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Pawel Vestri sóttu eitt stig á Meistaravelli í dag er liðið heimsótti KR í fyrstu umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir frábæran seinni hálfleik. Davið Smári Lamude þjálfari Vestra hafði blendnar tilfinningar eftir leik þar sem hans lið jafnaði leikinn tvisvar eftir að hafa lent undir. „Tilfinningin núna er beggja blands. Er svekktur en er mjög ánægður með mitt lið. Sýndum mikinn karakter í dag. Lendum tvisvar undir og komum til baka í bæði skiptin. Endum leikinn sem betra liðið.“ Vestri skoraði tvö mörk í seinni hálfleik en KR var mun meira með boltann. Þrátt fyrir það fannst Davíð Smára liði stýra leiknum í seinni hálfleik. „Við fórum illa með boltann í fyrri hálfleik og vildum helst losa okkur við hann. Við vorum öllu hugrakkari í seinni hálfleik og héldum boltanum töluvert betur. Færðum liðið þá ofar og vorum aðeins minna að sækja bara með skyndisóknum. Heilt yfir er ég gríðarlega stoltur af liðinu.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðuna: „Kannski heilt yfir ekkert alltof sáttur með varnarleikinn. Mér fannst mörkin bæði sem KR skorar vera ódýr og það er ólíkt okkur. Ofboðslega sáttur við Vestraliðið í dag. Þetta er búið að vera brekka frá byrjun móts og liðið er gríðarlega sterkt andlega. Við vorum alltaf búnir undir það að þurfa að fara þessa löngu og erfiðu brekku. Mér finnst liðið bara á góðum stað til að takast á við þessa leiki sem framundan eru.“ Vestri skoraði tvö mörk í dag en hafa verið í vandræðum með að skora uppá síðkastið. Davíð tók undir þá staðhæfingu blaðamanns að Vestri þyrfti mörg færi til að skora mörkin og bætti við: „Ofboðslega svekkjandi að skora ekki úr færinu hérna í lokin sem Andri Rúnar fær. Það hefði verið alveg til að toppa þennan leik. Það er bara áfram í þessu og getum ekki beðið eftir næsta leik.“ sagði Davíð og bætti við um framhaldið: „Það er bara áfram gakk. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum í boði þannig við erum bara tilbúnir í það.“ Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Sjá meira
Davið Smári Lamude þjálfari Vestra hafði blendnar tilfinningar eftir leik þar sem hans lið jafnaði leikinn tvisvar eftir að hafa lent undir. „Tilfinningin núna er beggja blands. Er svekktur en er mjög ánægður með mitt lið. Sýndum mikinn karakter í dag. Lendum tvisvar undir og komum til baka í bæði skiptin. Endum leikinn sem betra liðið.“ Vestri skoraði tvö mörk í seinni hálfleik en KR var mun meira með boltann. Þrátt fyrir það fannst Davíð Smára liði stýra leiknum í seinni hálfleik. „Við fórum illa með boltann í fyrri hálfleik og vildum helst losa okkur við hann. Við vorum öllu hugrakkari í seinni hálfleik og héldum boltanum töluvert betur. Færðum liðið þá ofar og vorum aðeins minna að sækja bara með skyndisóknum. Heilt yfir er ég gríðarlega stoltur af liðinu.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðuna: „Kannski heilt yfir ekkert alltof sáttur með varnarleikinn. Mér fannst mörkin bæði sem KR skorar vera ódýr og það er ólíkt okkur. Ofboðslega sáttur við Vestraliðið í dag. Þetta er búið að vera brekka frá byrjun móts og liðið er gríðarlega sterkt andlega. Við vorum alltaf búnir undir það að þurfa að fara þessa löngu og erfiðu brekku. Mér finnst liðið bara á góðum stað til að takast á við þessa leiki sem framundan eru.“ Vestri skoraði tvö mörk í dag en hafa verið í vandræðum með að skora uppá síðkastið. Davíð tók undir þá staðhæfingu blaðamanns að Vestri þyrfti mörg færi til að skora mörkin og bætti við: „Ofboðslega svekkjandi að skora ekki úr færinu hérna í lokin sem Andri Rúnar fær. Það hefði verið alveg til að toppa þennan leik. Það er bara áfram í þessu og getum ekki beðið eftir næsta leik.“ sagði Davíð og bætti við um framhaldið: „Það er bara áfram gakk. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum í boði þannig við erum bara tilbúnir í það.“
Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Sjá meira