Refsing fyrir að blóta gæti flýtt fyrir því að Verstappen hætti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 23:31 Max Verstappen er orðinn ansi þreyttur á ýmsu í kringum Formúlu 1. Lars Baron/Getty Images Max Verstappen, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segir að það að honum hafi verið refsað fyrir að blóta á blaðamannafundi gæti flýtt fyrir því að hann hætti í íþróttinni og snúi sér að öðrum akstursíþróttum. Verstappen hefur aldrei farið leynt með það að hann ætli sér ekki að eiga langan feril í Formúlu 1 og eltast við öll þau met sem í boði eru. Það séu aðrir hlutir sem hann vilji einnig afreka í akstursíþróttum. Hollendingurinn fékk refsingu um helgina fyrir að blóta á blaðamannafundi Formúlu 1 fyrir kappaksturinn í Singapúr, þar sem Verstappen kom annar í mark, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Lando Norris sem fagnaði sigri. Fyrir blótið var Verstappen gert að sinna samfélagsþjónustu, en hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er ljóst að Hollendingurinn er orðinn þreyttur á ýmsu sem fylgir því að vera ökumaður í Formúlu 1. Hann segir að hann eigi ekki mikla þolinmæði eftir og að refsingar sem þessar geti hjálpað honum að taka ákvarðanir um framtíð sína. „Svona hlutir eiga klárlega þátt í því að ákveða hvað ég geri í framtíðinni,“ sagði Verstappen aðspurður út í refsinguna. „Þegar maður fær ekki að vera maður sjáfur og þegar maður þarf að eiga við alla þessa skrýtnu hluti.“ „Ég er á þeim stað á ferlinum að ég vil ekki þurfa alltaf að vera að eiga við svona hluti. Það er mjög þreytandi. Fyrir mér er þetta engin leið til að halda áfram í íþróttinni, það er klárt.“ Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen hefur aldrei farið leynt með það að hann ætli sér ekki að eiga langan feril í Formúlu 1 og eltast við öll þau met sem í boði eru. Það séu aðrir hlutir sem hann vilji einnig afreka í akstursíþróttum. Hollendingurinn fékk refsingu um helgina fyrir að blóta á blaðamannafundi Formúlu 1 fyrir kappaksturinn í Singapúr, þar sem Verstappen kom annar í mark, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Lando Norris sem fagnaði sigri. Fyrir blótið var Verstappen gert að sinna samfélagsþjónustu, en hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er ljóst að Hollendingurinn er orðinn þreyttur á ýmsu sem fylgir því að vera ökumaður í Formúlu 1. Hann segir að hann eigi ekki mikla þolinmæði eftir og að refsingar sem þessar geti hjálpað honum að taka ákvarðanir um framtíð sína. „Svona hlutir eiga klárlega þátt í því að ákveða hvað ég geri í framtíðinni,“ sagði Verstappen aðspurður út í refsinguna. „Þegar maður fær ekki að vera maður sjáfur og þegar maður þarf að eiga við alla þessa skrýtnu hluti.“ „Ég er á þeim stað á ferlinum að ég vil ekki þurfa alltaf að vera að eiga við svona hluti. Það er mjög þreytandi. Fyrir mér er þetta engin leið til að halda áfram í íþróttinni, það er klárt.“
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira