Samræða um nýja stjórnarskrá Þorvaldur Gylfason skrifar 30. september 2010 06:00 Haustið 1946 birti tímaritið Helgafell tvær ritgerðir um stjórnarskrármál, aðra eftir Ólaf Jóhannesson, síðar forsætisráðherra, og hina eftir Gylfa Þ. Gíslason, síðar menntamálaráðherra. Þeir voru þá báðir um þrítugt. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var þá aðeins tveggja ára, en ástand þjóðlífsins var lævi blandið að loknu stríði og vakti vangaveltur um stjórnskipun landsins. Gefum Ólafi og Gylfa orðið.Mörg ríki í ríkinuÓlafur: „Ég tel, að breytingar á stjórnarskránni eigi fyrst og fremst að miða að því að tryggja raunverulegt lýðræði í landinu og fyrirbyggja hvers konar ofbeldi einstaklinga og félagsheilda.... vald stjórnmálaflokkanna og ýmissa hagsmunasamtaka er orðið meira en góðu hófi gegnir. Í rauninni er þar orðið um að ræða mörg ríki í ríkinu, og þau svo voldug, að þau beygja ríkisvaldið og knésetja þjóðarheildina."Gylfi: „Ríkisstjórnin er ... alltof háð stjórnmálaflokkunum, þar eð þeir eða einhverjir þeirra beinlínis tilnefna hana. ... stuðningsmenn telja sig oft eiga hönk upp í bakið á þeim, sem þeir hafa lyft í valdastólinn, og erfitt getur reynzt að halda því sæti án ýmiss konar umbunar. ... Hin nánu tengsl framkvæmdarvaldsins við stjórnmálaflokka valda því, að menn eru oft og einatt fremur valdir til trúnaðarstarfa eftir stjórnmálaskoðun og fylgispekt við valdhafa en hæfileikum og dugnaði. ... Það, að vera í stjórnmálum á öndverðum meiði við valdahafa, hefur jafnvel virzt svo vís trafali á vegi til trúnaðarstarfa, að ungir menn hafa oft talið það nálgast skerðingu á skoðanafrelsi sínu."Vald forsetaÓlafur: „Ég er þeirrar skoðunar, að auka beri vald forseta frá því, sem nú er, og gera þurfi nokkru gleggri grein á milli hinna einstöku þátta ríkisvaldsins. ... Í stjórnarskrána ætti því að setja sérstök og skýlaus ákvæði um, að forseti skuli tilnefna ráðherra án atbeina þingsins, þegar það hefur gefizt upp við stjórnarmyndun. ... Jafnframt stjórnarskrárbreytingunni þyrfti að fækka þingmönnum, t.d. niður í 40. Sú aðferð, sem höfð hefur verið við svo að segja allar stjórnarskrárbreytingar, sem hér hafa verið gerðar, að fjölga þingmönnum, er ófær og hlýtur að enda í öngþveiti, ef henni verður haldið áfram. ... Þá þarf að setja í framtíðarstjórnarskrá landsins ýtarlegri ákvæði um eignarrétt ... og lögvernd hans, þannig að einstakir menn auðgist ekki óhæfilega fyrir beinar aðgerðir hins opinbera."Gylfi: „Þingmönnum ætti að fækka verulega, hafa þá t.d. 33. ... Til þess að festa ríkisstjórnina í sessi og gera hana óháða stjórnmálaflokkunum verður að gera löggjafar- og framkvæmdarvaldið mun óháðara hvort öðru en nú er. ... Forseti á að taka vald sitt beint frá þjóðinni og vera hinn æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Hann ætti að staðfesta lög og geta synjað um staðfestingu, þar til þjóðaratkvæði hefur gengið um frumvarpið, og hann ætti að hafa heimild til þess að rjúfa þingið og fyrirskipa kosningar. Ennfremur ætti hann að tilnefna ráðherra, og ættu þeir ekki að mega vera alþingismenn. ... Kostir þessarar tilhögunar eru fyrst og fremst þeir, að ... meiri líkur eru til þess, að farið sé heiðarlega með framkvæmdarvaldið og því ekki misbeitt í þágu einstaklinga, héraða, flokka eða annarra samtaka og til starfa í þágu ríkisins veljist hæfir menn, þar eð stjórnin er engum háð öðrum en forseta. Yfirleitt ætti að mega búast við því, að draga mundi úr hinum alltof miklu áhrifum stjórnmálanna í þjóðlífinu og ýmsu því, sem óheilbrigt hefur mátt telja í opinberu lífi þjóðarinnar."Alþingi, stjórnarskráin og þjóðinÓlafur: „Alþingi ... er sú stofnun þjóðarinnar, sem mestrar virðingar á að njóta. Eigi það ekki að glata þessari virðingu, þarf að gera á skipun þess vissar breytingar. Eigi það í framtíðinni að verða fulltrúasamkunda þjóðarinnar og landsins í heild, en ekki einstakra klíkna eða hagsmunahópa, þarf að breyta kjördæmaskipaninni."Gylfi: „... hverjar sem þær breytingar verða, er afráðið verður að gera á stjórnkerfinu, er jafnhliða og jafnvel fyrst og fremst nauðsynlegt, að um verði að ræða róttæka hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni, stjórnmálamönnum hennar og embættismönnum. ... Vér Íslendingar skipum oss alltof fast í flokka, vér erum óvægnir í deilum, oss skortir hlutlægni í hugsun og dómum og er miklum mun of gjarnt að líta á menn fremur en málefni." Ólafur: „Þess vegna megum við ekki setja neitt oftraust á nýja stjórnarskrá. Það er þjóðin, sem við verðum að treysta. Hana þarf ef til vill einnig eitthvað að bæta." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun
Haustið 1946 birti tímaritið Helgafell tvær ritgerðir um stjórnarskrármál, aðra eftir Ólaf Jóhannesson, síðar forsætisráðherra, og hina eftir Gylfa Þ. Gíslason, síðar menntamálaráðherra. Þeir voru þá báðir um þrítugt. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var þá aðeins tveggja ára, en ástand þjóðlífsins var lævi blandið að loknu stríði og vakti vangaveltur um stjórnskipun landsins. Gefum Ólafi og Gylfa orðið.Mörg ríki í ríkinuÓlafur: „Ég tel, að breytingar á stjórnarskránni eigi fyrst og fremst að miða að því að tryggja raunverulegt lýðræði í landinu og fyrirbyggja hvers konar ofbeldi einstaklinga og félagsheilda.... vald stjórnmálaflokkanna og ýmissa hagsmunasamtaka er orðið meira en góðu hófi gegnir. Í rauninni er þar orðið um að ræða mörg ríki í ríkinu, og þau svo voldug, að þau beygja ríkisvaldið og knésetja þjóðarheildina."Gylfi: „Ríkisstjórnin er ... alltof háð stjórnmálaflokkunum, þar eð þeir eða einhverjir þeirra beinlínis tilnefna hana. ... stuðningsmenn telja sig oft eiga hönk upp í bakið á þeim, sem þeir hafa lyft í valdastólinn, og erfitt getur reynzt að halda því sæti án ýmiss konar umbunar. ... Hin nánu tengsl framkvæmdarvaldsins við stjórnmálaflokka valda því, að menn eru oft og einatt fremur valdir til trúnaðarstarfa eftir stjórnmálaskoðun og fylgispekt við valdhafa en hæfileikum og dugnaði. ... Það, að vera í stjórnmálum á öndverðum meiði við valdahafa, hefur jafnvel virzt svo vís trafali á vegi til trúnaðarstarfa, að ungir menn hafa oft talið það nálgast skerðingu á skoðanafrelsi sínu."Vald forsetaÓlafur: „Ég er þeirrar skoðunar, að auka beri vald forseta frá því, sem nú er, og gera þurfi nokkru gleggri grein á milli hinna einstöku þátta ríkisvaldsins. ... Í stjórnarskrána ætti því að setja sérstök og skýlaus ákvæði um, að forseti skuli tilnefna ráðherra án atbeina þingsins, þegar það hefur gefizt upp við stjórnarmyndun. ... Jafnframt stjórnarskrárbreytingunni þyrfti að fækka þingmönnum, t.d. niður í 40. Sú aðferð, sem höfð hefur verið við svo að segja allar stjórnarskrárbreytingar, sem hér hafa verið gerðar, að fjölga þingmönnum, er ófær og hlýtur að enda í öngþveiti, ef henni verður haldið áfram. ... Þá þarf að setja í framtíðarstjórnarskrá landsins ýtarlegri ákvæði um eignarrétt ... og lögvernd hans, þannig að einstakir menn auðgist ekki óhæfilega fyrir beinar aðgerðir hins opinbera."Gylfi: „Þingmönnum ætti að fækka verulega, hafa þá t.d. 33. ... Til þess að festa ríkisstjórnina í sessi og gera hana óháða stjórnmálaflokkunum verður að gera löggjafar- og framkvæmdarvaldið mun óháðara hvort öðru en nú er. ... Forseti á að taka vald sitt beint frá þjóðinni og vera hinn æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Hann ætti að staðfesta lög og geta synjað um staðfestingu, þar til þjóðaratkvæði hefur gengið um frumvarpið, og hann ætti að hafa heimild til þess að rjúfa þingið og fyrirskipa kosningar. Ennfremur ætti hann að tilnefna ráðherra, og ættu þeir ekki að mega vera alþingismenn. ... Kostir þessarar tilhögunar eru fyrst og fremst þeir, að ... meiri líkur eru til þess, að farið sé heiðarlega með framkvæmdarvaldið og því ekki misbeitt í þágu einstaklinga, héraða, flokka eða annarra samtaka og til starfa í þágu ríkisins veljist hæfir menn, þar eð stjórnin er engum háð öðrum en forseta. Yfirleitt ætti að mega búast við því, að draga mundi úr hinum alltof miklu áhrifum stjórnmálanna í þjóðlífinu og ýmsu því, sem óheilbrigt hefur mátt telja í opinberu lífi þjóðarinnar."Alþingi, stjórnarskráin og þjóðinÓlafur: „Alþingi ... er sú stofnun þjóðarinnar, sem mestrar virðingar á að njóta. Eigi það ekki að glata þessari virðingu, þarf að gera á skipun þess vissar breytingar. Eigi það í framtíðinni að verða fulltrúasamkunda þjóðarinnar og landsins í heild, en ekki einstakra klíkna eða hagsmunahópa, þarf að breyta kjördæmaskipaninni."Gylfi: „... hverjar sem þær breytingar verða, er afráðið verður að gera á stjórnkerfinu, er jafnhliða og jafnvel fyrst og fremst nauðsynlegt, að um verði að ræða róttæka hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni, stjórnmálamönnum hennar og embættismönnum. ... Vér Íslendingar skipum oss alltof fast í flokka, vér erum óvægnir í deilum, oss skortir hlutlægni í hugsun og dómum og er miklum mun of gjarnt að líta á menn fremur en málefni." Ólafur: „Þess vegna megum við ekki setja neitt oftraust á nýja stjórnarskrá. Það er þjóðin, sem við verðum að treysta. Hana þarf ef til vill einnig eitthvað að bæta."
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun