21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar 11. nóvember 2024 07:00 Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Starfsumhverfi snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað en það snýst ekki síður um sveigjanleika í starfi, vinnutíma og álag. Þessum þáttum verðum við að veita meiri athygli því þannig búum við til betri skóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks í skólum verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Við þurfum að bæta starfsumhverfið þannig að fólk þurfi ekki að yfirgefa störfin sem það elskar og hefur ástríðu fyrir. Bregðumst strax við. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum sendum frá okkur 21 eina aðgerð í menntamálum fyrir kosningar (sjá XD.is).Þrettán af þessum tuttugu og einum aðgerðum hafa bein áhrif á starfsumhverfi kennara og ég tel að skipti miklu máli að komum í framkvæmd til þess að bæta starfsumhverfið og minnka álag - um leið og við náum meiri árangri. ·Ef leikskólabörn eru í íslensku málumhverfi munu þau verða enn betri í íslensku og gengur betur í námi. Börnum sem gengur vel í námi líður venjulega vel og skapa minna álag fyrir starfsfólk skóla. ·Ef samskipti skóla og heimila eru jákvæð og uppbyggileg verða foreldrar bandamenn skólanna og blása vindi í seglin og álag minnkar. ·Ef öll börn sem ekki eru með djúpan lestrarvanda ná góðum tökum á lestri á fyrstu stigum grunnskólans mun þeim líða betur í skólanum, foreldrar verða ánægðari og álag minnkar. ·Með nýrri aðalnámskrá verður horfið frá þeirri ráðgátu sem núverandi námskrá er. Þegar leiðarvísirinn er orðin skýr og kennarar vita til hvers er ætlast af þeim minnkar álag. ·Þegar skiljanlegt námsmat kemur inn fyrir þann hrærigraut sem nú er til staðar minnkar álag. ·Samræmt námsmat hjálpar öllu skólasamfélaginu að taka stöðuna og setja stefnuna miðað við niðurstöður. Hvetjandi og upplýsandi námsmat sem stuðlar að jafnræði minnkar álag. ·Að frelsa börn og unglinga frá snjallsímum á skólatíma eykur félagsfærni þeirra, minnkar truflun, eykur einbeitingu, bætir líðan, eykur námsárangur og minnkar álag mikið. · Ný og betri námsgögn minnka álag. ·Hreyfing bætir andlega og líkamlega líðan og minnka álag. ·Ef börn sem foreldrar vilja að komist í meiri stuðning og sérúrræði fá það mun álag minnka. ·Ef börn, sem kunna ekkert í íslensku fá öfluga sérhæfða kennslu í íslensku og íslenskri menningu í einhverjar vikur eða mánuði, munu þau koma mun betur undirbúinn inn í bekki með jafnöldrum sínum. Og eru líklegri til að ná tökum á íslensku samfélagi. Þetta mun minnka álag á alla. ·Með endurskoðuðu kennaranámi koma nýir kennarar betur undirbúnir til kennslu og álag minnkar. ·Að öllu ofantöldu mun starfsumhverfi skólafólks batna og álag minnka. Um leið og starfsmönnum líður betur vex þeim ásmegin og þeir ná enn meiri árangri sem svo eykur sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Nú standa kennarar í harðri kjaradeilu sem vonandi leysist sem fyrst barnanna og starfsmanna vegna. Að starfa í skóla eru forréttindi en um leið ein af undirstöðu þessa samfélags. Góður starfsmaður skóla er ómetanlegur og samfélagið hlýtur að vilja fjölga þeim, það er allra hagur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Jón Pétur Zimsen Mest lesið Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Starfsumhverfi snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað en það snýst ekki síður um sveigjanleika í starfi, vinnutíma og álag. Þessum þáttum verðum við að veita meiri athygli því þannig búum við til betri skóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks í skólum verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Við þurfum að bæta starfsumhverfið þannig að fólk þurfi ekki að yfirgefa störfin sem það elskar og hefur ástríðu fyrir. Bregðumst strax við. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum sendum frá okkur 21 eina aðgerð í menntamálum fyrir kosningar (sjá XD.is).Þrettán af þessum tuttugu og einum aðgerðum hafa bein áhrif á starfsumhverfi kennara og ég tel að skipti miklu máli að komum í framkvæmd til þess að bæta starfsumhverfið og minnka álag - um leið og við náum meiri árangri. ·Ef leikskólabörn eru í íslensku málumhverfi munu þau verða enn betri í íslensku og gengur betur í námi. Börnum sem gengur vel í námi líður venjulega vel og skapa minna álag fyrir starfsfólk skóla. ·Ef samskipti skóla og heimila eru jákvæð og uppbyggileg verða foreldrar bandamenn skólanna og blása vindi í seglin og álag minnkar. ·Ef öll börn sem ekki eru með djúpan lestrarvanda ná góðum tökum á lestri á fyrstu stigum grunnskólans mun þeim líða betur í skólanum, foreldrar verða ánægðari og álag minnkar. ·Með nýrri aðalnámskrá verður horfið frá þeirri ráðgátu sem núverandi námskrá er. Þegar leiðarvísirinn er orðin skýr og kennarar vita til hvers er ætlast af þeim minnkar álag. ·Þegar skiljanlegt námsmat kemur inn fyrir þann hrærigraut sem nú er til staðar minnkar álag. ·Samræmt námsmat hjálpar öllu skólasamfélaginu að taka stöðuna og setja stefnuna miðað við niðurstöður. Hvetjandi og upplýsandi námsmat sem stuðlar að jafnræði minnkar álag. ·Að frelsa börn og unglinga frá snjallsímum á skólatíma eykur félagsfærni þeirra, minnkar truflun, eykur einbeitingu, bætir líðan, eykur námsárangur og minnkar álag mikið. · Ný og betri námsgögn minnka álag. ·Hreyfing bætir andlega og líkamlega líðan og minnka álag. ·Ef börn sem foreldrar vilja að komist í meiri stuðning og sérúrræði fá það mun álag minnka. ·Ef börn, sem kunna ekkert í íslensku fá öfluga sérhæfða kennslu í íslensku og íslenskri menningu í einhverjar vikur eða mánuði, munu þau koma mun betur undirbúinn inn í bekki með jafnöldrum sínum. Og eru líklegri til að ná tökum á íslensku samfélagi. Þetta mun minnka álag á alla. ·Með endurskoðuðu kennaranámi koma nýir kennarar betur undirbúnir til kennslu og álag minnkar. ·Að öllu ofantöldu mun starfsumhverfi skólafólks batna og álag minnka. Um leið og starfsmönnum líður betur vex þeim ásmegin og þeir ná enn meiri árangri sem svo eykur sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Nú standa kennarar í harðri kjaradeilu sem vonandi leysist sem fyrst barnanna og starfsmanna vegna. Að starfa í skóla eru forréttindi en um leið ein af undirstöðu þessa samfélags. Góður starfsmaður skóla er ómetanlegur og samfélagið hlýtur að vilja fjölga þeim, það er allra hagur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun