Telur matsfyrirtæki kynda undir skuldavanda 4. maí 2010 00:01 Í gær voru það sorphirðufólk og borgarstarfsmenn í Aþenu sem mótmæltu launalækkunum og niðurskurði grísku stjórnarinnar. fréttablaðið/AP Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir matsfyrirtæki fjármálaheimsins kynda undir skuldavanda Grikkja og ætlar að láta franska eftirlitið fylgjast grannt með þeim. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde sagði hún að lækkun Standard & Poor's á lánshæfismati gríska ríkisins fimmtán mínútum fyrir lokun markaða jafngildi hvatningu til afbrota, því með þessu eru allir sem eiga grísk ríkisskuldabréf hvattir til að losa sig við þau án umhugsunar áður en markaðir loka. Í útvarpsviðtali sagði hún nauðsynlegt að setja matsfyrirtækjunum strangar reglur til að koma í veg fyrir að þau valdi ríkjum skaða með skyndiákvörðunum. Hún varði hins vegar 110 milljarða evra fjárhagsaðstoð til Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyris-sjóðurinn og fimmtán Evrópuríki komu sér saman um á sunnudag. Sú fjárhæð jafngildir nærri 19.000 milljörðum íslenskra króna. Að undanskildum AGS greiða Þjóðverjar stærsta hluta aðstoðarinnar, eða rúmlega 22 milljarða evra. Þýska stjórnin á erfitt með að sannfæra almenning í Þýskalandi um nauðsyn þessa, en á móti þarf gríska stjórnin að kljást við almenning heima fyrir um sársaukafullan niðurskurð á fjárlögum. - gb Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir matsfyrirtæki fjármálaheimsins kynda undir skuldavanda Grikkja og ætlar að láta franska eftirlitið fylgjast grannt með þeim. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde sagði hún að lækkun Standard & Poor's á lánshæfismati gríska ríkisins fimmtán mínútum fyrir lokun markaða jafngildi hvatningu til afbrota, því með þessu eru allir sem eiga grísk ríkisskuldabréf hvattir til að losa sig við þau án umhugsunar áður en markaðir loka. Í útvarpsviðtali sagði hún nauðsynlegt að setja matsfyrirtækjunum strangar reglur til að koma í veg fyrir að þau valdi ríkjum skaða með skyndiákvörðunum. Hún varði hins vegar 110 milljarða evra fjárhagsaðstoð til Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyris-sjóðurinn og fimmtán Evrópuríki komu sér saman um á sunnudag. Sú fjárhæð jafngildir nærri 19.000 milljörðum íslenskra króna. Að undanskildum AGS greiða Þjóðverjar stærsta hluta aðstoðarinnar, eða rúmlega 22 milljarða evra. Þýska stjórnin á erfitt með að sannfæra almenning í Þýskalandi um nauðsyn þessa, en á móti þarf gríska stjórnin að kljást við almenning heima fyrir um sársaukafullan niðurskurð á fjárlögum. - gb
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira