Körfubolti

Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson eru báðir hættir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Friðrik Stefánsson.
Friðrik Stefánsson.
Njarðvíkingarnir Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson hafa báðir ákveðið að leggja skóna á hilluna og spiluðu því sína síðustu leiki á ferlinum í einvíginu á móti KR í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla. Karfan.is greinir frá þessu í dag.

Páll og Friðrik hafa spilað mikið saman á sínum ferli allt frá því að þeir voru saman í 1976-landsliðinu á sínum tíma undir stjórn Axel Nikulássonar og þeir voru Íslandsmeistarrar saman með Njarðvík árið 2002.

„Við verðum kannski með b-liðinu í bikarnum á næsta ári en það verður ekki meira en það," sagði Páll Kristinsson í samtali við Karfan.is.

Friðrik hefur spilað með Njarðvík frá og með árinu 1998 en hann var með 5,9 stig og 5,6 fráköst að meðaltali á 16,4 mínútum í leik í vetur.  Friðrik varð Íslandsmeistari með Njarðík 2001, 2002 og 2006.

Páll hefur spilað með Njarðvík stærsta hluta síns ferils en fór einnig í nokkur ár yfir í Grindavík. Páll var með 4,8 stig og 3,3 fráköst að meðaltali á 15,1 mínútur í leik á þessu tímaibl. Páll varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1994, 1995, 1998 og 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×