„Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 06:32 Willie Cauley-Stein í leik með ítalska félaginu Itelyum Varese í FIBA Europe Cup á síðustu leiktíð. Getty/Fabrizio Carabelli Fyrrum NBA leikmaður sagði frá miður skemmtilegri lífsreynslu sinni í nýju viðtali. Hann er þakklátur fyrir að vera enn á lífi. Bandaríski körfuboltamaðurinn Willie Cauley-Stein var valinn sjötti í nýliðavalinu í NBA deildinni fyrir níu árum síðan. Nú er öldin allt önnur. Cauley-Stein hefur glímt við vímuefnavandamál og sagði Athetic frá því þegar neysla hans gekk of langt. Spilaði með Kings, Warriors og Mavericks Cauley-Stein var valinn í NBA af Sacramento Kings árið 2015 þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann lék líka í eitt tímabil með Golden State Warriors og tvö með Dallas Mavericks. Cauley-Stein hefur ekki spilað í NBA frá 2022 en hefur verið að spila á Ítalíu. Það kom að þeim tímapunkti að hann vissi að hann þyrfti á aðstoð að halda. Árið 2022 fór hann fór í 65 daga meðferð. Mengaðar töflur Cauley-Stein skráði sig inn á meðferðarstofnun og taldi sig vera orðinn háður percocet töflum. Þá kom í ljós að töflurnar sem hann var að taka voru ekki percocet pillur heldur pillur mengaðar með hinu stórhættulega fentanýl efni. „Ég gæti auðveldlega verið dauður,“ sagði Willie Cauley-Stein í viðtalinu við Athletic. „Ég er alltaf að heyra sögur af því að krakkar fari í partý, hafi aldrei neytt eiturlyfja áður, en ákveða að prófa eina percocet töflu. Það kemur í ljós að þetta var fentanýl tafla og þau deyja. Eftir eina pillu,“ sagði Cauley-Stein og hélt áfram: Meira en hundrað töflur „Ég var að taka inn miklu meira en hundrað töflur í margra mánuði. Þetta hefði svo auðveldlega gerið orðið örlög mín,“ sagði Cauley-Stein. Cauley-Stein átti sitt besta tímabil með Sacramento Kings 2017-18 þegar hann skoraði 12,8 stig í leik auk þess að taka 7,0 fráköst og gefa 2,4 stoðsendingar að meðaltali. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) NBA Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Willie Cauley-Stein var valinn sjötti í nýliðavalinu í NBA deildinni fyrir níu árum síðan. Nú er öldin allt önnur. Cauley-Stein hefur glímt við vímuefnavandamál og sagði Athetic frá því þegar neysla hans gekk of langt. Spilaði með Kings, Warriors og Mavericks Cauley-Stein var valinn í NBA af Sacramento Kings árið 2015 þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann lék líka í eitt tímabil með Golden State Warriors og tvö með Dallas Mavericks. Cauley-Stein hefur ekki spilað í NBA frá 2022 en hefur verið að spila á Ítalíu. Það kom að þeim tímapunkti að hann vissi að hann þyrfti á aðstoð að halda. Árið 2022 fór hann fór í 65 daga meðferð. Mengaðar töflur Cauley-Stein skráði sig inn á meðferðarstofnun og taldi sig vera orðinn háður percocet töflum. Þá kom í ljós að töflurnar sem hann var að taka voru ekki percocet pillur heldur pillur mengaðar með hinu stórhættulega fentanýl efni. „Ég gæti auðveldlega verið dauður,“ sagði Willie Cauley-Stein í viðtalinu við Athletic. „Ég er alltaf að heyra sögur af því að krakkar fari í partý, hafi aldrei neytt eiturlyfja áður, en ákveða að prófa eina percocet töflu. Það kemur í ljós að þetta var fentanýl tafla og þau deyja. Eftir eina pillu,“ sagði Cauley-Stein og hélt áfram: Meira en hundrað töflur „Ég var að taka inn miklu meira en hundrað töflur í margra mánuði. Þetta hefði svo auðveldlega gerið orðið örlög mín,“ sagði Cauley-Stein. Cauley-Stein átti sitt besta tímabil með Sacramento Kings 2017-18 þegar hann skoraði 12,8 stig í leik auk þess að taka 7,0 fráköst og gefa 2,4 stoðsendingar að meðaltali. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage)
NBA Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Sjá meira