Golf

Masters: Mickelson heiðraði Seve Ballesteros

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Spánverjinn Seve Ballesteros, sem tvívegis hefur sigrað á Mastersmótinu hefur glímt við veikindi undanfarin misseri.
Spánverjinn Seve Ballesteros, sem tvívegis hefur sigrað á Mastersmótinu hefur glímt við veikindi undanfarin misseri. Nordic Photos/Getty Images
Phil Mickelson sá um hátíðarkvöldverð á Augusta golfvellinum í gærkvöld þar sem að fyrrum sigurvegurum mótsins er boðið. Spánverjinn Seve Ballesteros, sem tvívegis hefur sigrað á mótinu, gat ekki mætt að þessu sinni vegna veikinda eftir erfiða meðferð vegna heilaæxlis. Mickelson tileinkaði Ballesteros kvölverðaboðið og var spænskur matur í hávegðum hafður.

„Við hugsum allir til Seve og það var mjög auðvelt að heiðra hann með þessum hætti – í raun var þetta ekkert mál. Ég vildi bara láta hann vita að við hugsum allir til hans og við vildum allir að hann væri hér með okkur," sagði Mickelson en Ballesteros var einn af þeim kylfingum sem bandaríski kylfingurinn leit upp til þegar hann var yngri.

Mickelson lék æfingahring með Ballesteros fyrir frumraunina á PGA mótaröðinni þegar hann var aðeins 17 ára gamall.AP
Mickelson lék æfingahring með Ballesteros fyrir frumraunina á PGA mótaröðinni þegar hann var aðeins 17 ára gamall. „Hann var sá sem ég vildi spila með. Það var enginn annar sem kom til greina, heiðursmaður, sem tók vel á móti mér sem nýliða. Ég hef alltaf kunnað að meta það hvernig hann tók á móti mér þegar ég byrjaði atvinnumannaferilinn," sagði Mickelson sem reyndi að „stæla" áherslur Ballesteros sem var þekktur fyrir að sjá lausnirnar frá frekar óvenjulegum hætti.

„Þegar ég horfði á hann leika þá féll ég fyrir því hvernig hann framkvæmdi höggin. Hann var allt öðruvísi en aðrir," sagði Mickelson.

Jack Nicklaus, sem hefur oftast sigrað á Mastersmótinu, eða sex sinnum alls hefur einnig hrifist af leik Ballesteros og þá sérstaklega hvernig hann gat leyst erfið högg úr nánast ómögulegri stöðu.

„Seve fann upp ýmis högg sem enginn gat leikið eftir. Upphafshöggin enduðu oft á skrýtnum stöðum hjá Seve en hann gat slegið frá bílastæðinu, undir bifreiðum, yfir hús, yfir tré og boltinn endaði mjög oft á flötinni og hann fékk oft par úr slíkum aðstæðum. Þannig var Seve," sagði Nicklaus.


Tengdar fréttir

Kylfusveinn á Masters í 50 ár

Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni.

Veðbankar hafa trú á Tiger fyrir Masters

Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag.

Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston.

Kviknaði í einkaþotu Lee Westwood

Breski kylfingurinn Lee Westwood komst heldur betur í hann krappann um helgina þegar einkaþota hans varð að nauðlenda er eldur kom upp í flugvélinni.

Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters

Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum.

Masters: Sagan segir að Luke Donald eigi ekki möguleika

Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. Donald, sem hefur aldrei sigrað á einu af fjórum risamótum ársins, stóð uppi sem sigurvegari á par 3 holu mótinu sem ávallt er haldið degi áður en Mastersmótið hefst. Sagan er ekki með Donald þar sem að það hefur aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 holu mótinu hafi klætt sig í græna sigurjakkann við verðlaunaafhendinguna á lokadeginum á Augusta.

Masters: Nökkvi spáir Nick Watney sigri á Augusta

Mastersmótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Augusta vellinum í Georgíu en þetta er fyrsta risamót ársins af alls fjórum. Phil Mickelson hefur titil að verja á mótinu og er hann líklegur til afreka ef marka má þann hóp manna sem Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, ræddi við í vikunni.

Masters: Íslenskir kylfingar hafa enn tröllatrú á Tiger Woods

Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi ekki sýnt neina snilldartakta á atvinnumótum í golfi á undanförnum mánuðum eru enn margir sem hafa trölltrú á bandaríska kylfingnum fyrir Mastersmótið sem hefst á morgun á Augusta vellinum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, hitti nokkra íslenska kylfinga á dögunum í Hraunkoti í Hafnarfirði þar sem Mastersmótið var umræðuefnið og er greinilegt að Tiger Woods er enn ofarlega á blaði hjá flestum.

Masters: Fyrrum þjálfari Tiger Woods segir að hann sé bitlaus

Butch Harmon fyrrum þjálfari Tiger Woods segir bandaríski kylfingurinn sé "bitlaus“ og hann eigi ekki eftir að bæta met Jack Nicklaus sem sigraði á 18 risamótum á ferlinum. Woods sigraði á 8 risamótum þegar Harmon var þjálfari hans en alls hefur Woods sigrað á 14 risamótum.

Masters: Rástímarnir fyrstu tvo keppnisdagana

Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×