Sport

Clijsters gæti misst af risamóti eftir undarlegt óhapp í brúðkaupi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Kim Clijsters frá Belgíu hefur á undanförnum misserum skipað sér á ný í fremstu röð i tennisíþróttinni eftir að hafa tekið sér frí vegna barneigna.
Kim Clijsters frá Belgíu hefur á undanförnum misserum skipað sér á ný í fremstu röð i tennisíþróttinni eftir að hafa tekið sér frí vegna barneigna. Nordic Photos/Getty Images
Kim Clijsters frá Belgíu hefur á undanförnum misserum skipað sér á ný í fremstu röð i tennisíþróttinni eftir að hafa tekið sér frí vegna barneigna. Clijsters, sem er í öðru sæti heimslistans, sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og ástralska meistaramótinu en það er óvíst að hún geti leikið á næsta risamóti – opna franska meistramótinu, vegna meiðsla sem hún varð fyrir í brúðkaupi hjá frænda sínum.

Hin 27 ára gamla Clijsters snéri sig illa á ökkla í brúðkaupsveislunni og er jafnvel búist við því að hún verði frá í allt að 6 vikur en risamóti í Frakklandi hefst þann 17. maí.

Á heimasíðu Clijsters er greint frá því að liðbönd í hægri ökkla hafi skaddast og eru meiðslin umtalsverð. Hún hefur átta sinnum fagnað sigri á einu af fjórum risamótunum í tennisíþróttinni. Hún sirgaði á opna ástralska meistaramótinu í fyrsta sinn á ferlinum í janúar á þessu ári. Hún hefur tvívegis sigrað á opna franska (2001 og 2003), hún hefur þrívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu (2005, 2009, 2010) og tvívegis á Wimbledon meistaramótinu (2003 og 2006).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×