Golf

Birgir Leifur náði 3.-4. sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Nordic Photos / Getty Images
Birgir Leifur Hafþórsson náði frábærum árangri á móti í Áskorendaröð Evrópu sem fór fram í Toskaníuhéraði á Ítalíu um helgina. Hann endaði í 3.-4. sæti og hlaut fyrir það 1,6 milljónir króna í verðlaunafé.

Þetta er besti árangur Birgis Leifs í langan tíma en hann var lengi frá vegna meiðsla. Í dag lék hann á samtals 68 höggum en hann átti frábærar fyrri níu holur og var þá efstur ásamt Anthony Snobeck frá Frakklandi.

Birgir Leifur gaf svo eftir á síðari níu en Snobeck gaf hvergi eftir og vann sigur á mótinu. Hann var á samtals tólf höggum undir pari en Birgir Leifur á tíu höggum undir pari.

Chris Lloyd frá Englandi varð annar á ellefu undir pari en Svíinn Leif Westerberg deildi þriðja sætinu með Birgi Leif.

Birgir Leifur fékk þrjá fugla á fyrri níu, þrjá á seinni en þá fékk hann einnig þrjá skolla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×