Golf

Tinna vann upp forskot Valdísar á lokadeginum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Tinna Jóhannsdóttir vann upp sex högga forskot á lokadeginum og fagnaði sigri.
Tinna Jóhannsdóttir vann upp sex högga forskot á lokadeginum og fagnaði sigri. Mynd/GVA
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili vann upp sex högga forskot Valdísar Þóru Jónsdóttur úr Leyni á lokakeppnisdegi Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. Tinna lék Hvaleyraholtsvöllinn á 70 höggum eða -1 í dag og var samtals á 7 höggum yfir pari eftir þrjá hringi. Valdís Þóra varð önnur á +8 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK varð þriðja á +9.

Valdís Þóra og Tinna voru jafnar á +7 eftir 15 holur á lokadeginum en Valdís fékk skolla (+1) á 17. braut en Tinna gerði engin mistök og lék síðustu  8 holurnar á pari. Hún fékk tvo fugla (-1) á fyrri 9 holunum og skolla á 10. braut (+1) en aðrar brautir lék hún á pari.

Tinna hefur sigrað á tveimur síðustu stigamótum Eimskipsmótaraðarinnar á þessu tímabili en Guðrún Brá sigraði á því fyrsta.

Lokastaðan í kvennaflokknum:

1. Tinna Jóhannsdóttir,  GK ( 74-76-70) +7

2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (72-72-77) +8

3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (77-72-73) +9

4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (73-80-74) +14

5. Sunna Víðisdóttir, GR (77-79-74)  +17

6. Heiða Guðnadóttir, GKj. (80-77-78) +22

7. Þórdís Geirsdóttir, GK (82-74-80) +23

8. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK (76-80-82) +25

9. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG (78-80-82) +27

10. Signý Arnórsdóttir, GK (81-76-84) +28      




Fleiri fréttir

Sjá meira


×