Golf

Golfíþróttin þarf á Tiger að halda - aðsóknin hrundi á AT&T

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Það er alveg ljóst að golfíþróttin þarf á Tiger Woods að halda en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla.
Það er alveg ljóst að golfíþróttin þarf á Tiger Woods að halda en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla. AP
Það er alveg ljóst að golfíþróttin þarf á Tiger Woods að halda en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla. Woods var ekki með á AT&T meistaramótinu sem lauk á sunnudaginn en hann vann það mót árið 2009. Í ár vantaði um 40.000 áhorfendur á mótið miðað við í fyrra og er fækkunin um 22%.

Fyrir ári síðan endaði Woods í 46. sæti á þessu móti og á fjórum keppnisdögum mættu 193.000 áhorfendur. Í ár voru þeir um 150.000.

Nick Watney sigraði á mótinu á 13 höggum undir pari en þetta er fjórði sigur hans á PGA móti frá upphafi og annar sigur hans á þessu tímabili. Hann er í hópi 10 efstu á heimslistanum og alls hefur hann fengið um 500 milljónir kr. í verðlaunafé.

Aðeins 35.000 áhorfendur mættu á lokadaginn og hafa forráðamenn PGA mótaraðarinnar áhyggjur af þróun mála. K.J. Choi frá Suður-Kóreu varð annar og Bandaríkjamaðurinn Charles Howell þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×