Golf

Axel með þriggja högga forskot

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Axel Bóasson.
Axel Bóasson. mynd/gsimyndir.net
Axel Bóasson er efstur í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi eftir níu holur í dag. Mikill vindur er á Hólmsvelli og hefur skor manna því verið talsvert skrautlegra í dag en síðustu daga.

Axel hefur gengið ágætlega að beisla vindinn og er á tveim yfir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari. Hann er með þriggja högga forskot á Guðjón Henning Hilmarsson sem hefur einnig spilað vel í dag og er aðeins á einu höggi yfir pari.

Alfreð Brynjar Kristinsson var efstur fyrir daginn en hann hefur misst flugið í vindinum og er á sjö höggum yfir pari það sem af er degi. Hann er jafn Heiðari Davíð Bragasyni í þriðja sæti. Þeir eru báðir fimm höggum á eftir Axel.

Hlynur Geir Hjartarson og Þórður Rafn Gissurarson koma þar á eftir á parinu samtals.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×