Golf

Axel efstur að loknum fyrsta degi

Kolbeinn Tumi Daðason í Leirunni skrifar
Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Mynd/www.gsi.is
Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er efstur að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik karla á Hólmsvelli í Leirunni. Axel spilaði á sjö höggum undir pari í dag og jafnaði vallarmetið.

Axel spilaði frábært golf og spilaði holurnar átján allar á pari eða betur.

„Ég hef alltaf spilað vel í Leirunni. Alltaf gaman að koma hingað. Veðrið var frábært og flatirnar geðveikar,“ sagði Axel að hringnum loknum.

Alfreð Brynjar Kristinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Kristján Þór Einarsson Golfklúbbnum Kili eru jafnir í öðru sæti. Þeir spiluðu hringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari.

Líkt og Axel tapaði Kristján Þór engu höggi á hringnum. Hann sagði hringinn vera sinn besta í sumar og Alfreð tók í sama streng.

Næstir á hæla þeirra koma þeir Hjörleifur G. Bergsteinsson úr Kili og Helgi Birkir Þórisson úr Setbergi á fjórum höggum undir pari.

Staða efstu manna:

1. Axel Bóasson, GK -7

2. Kristján Þór Einarsson, GKJ -6

2. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG  -6

4. Helgi Birkir Þórisson, GSE -4

4. Hjörleifur G Bergsteinsson, GK -4

6. Arnar Sigurbjörnsson, GKJ -3

6. Heiðar Davíð Bragason, GÓ -3

6. Helgi Runólfsson, GK -3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×