Golf

Tseng vann Opna breska kvennamótið

Tseng er besti kvennkylfingur heimsins um þessar mundir
Tseng er besti kvennkylfingur heimsins um þessar mundir
Yani Tseng frá Taívan sigraði Opna breska kvennamótið í golfi um helgina og varð um leið yngsta konan til að vinna fimm risamót í golfi.

Tseng er aðeins 22 ára gömul en lék frábærlega á lokahringnum og tryggði sér sigurinn með því að leika Carnoustie golfvöllinn í Skotlandi á 69 höggum eða þremur undir pari og alls á 16 undir pari. Tseng vann með fjögurra högga mun en hún var tveimur höggum á eftir Þjóðverjanum Caroline Masson fyrir lokadaginn. Masson lék lokahringinn á 78 höggum og hafnaði í fimmta sæti alls.

Tseng þykir hafa mikla yfirburði meðal kvennkylfinga um þessar mundir og er hún sérstaklega fær í stutta spilinu auk þess sem hún er mjög yfirveguð í leik sínum. Erlendir golfsérfræðingar segja sumir að arftaki Tiger Woods í golfinu sé mætt og sé hún kvenkyns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×