Körfubolti

Ægir byrjar tímabilið með Fjölni - náði ekki SAT prófinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson. Mynd/Valli
Ægir Þór Steinarsson fer ekki strax út til Bandaríkjanna í nám eins og planað var. Hann mun því spila með Fjölni í fyrstu umferðunum á komandi tímabili en Fjölnismenn eru sem fyrr í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þetta kemur fram á karfan.is.

„Það kom upp að ég skoraði aðeins of lágt í SAT prófinu og það olli því að það verður smá seinkun á því að ég fari til Newberry. Maður býr bara til eitthvað jákvætt úr þessu enda munaði svo litlu, var grátlega nærri þessu,“ sagði Ægir i viðtali inn á karfan.is.

Ægir Þór ætlar að spila með Newberry-háskólanum alveg eins og Tómas Heiðar Tómasson, félagi hans úr Fjölni en Tómas náði SAT-prófinu og er farinn út til Suður-Karólínu.

Ægir Þór hefur verið í hóp bestu leikstjórnanda deildarinnar síðustu tvö tímabil og hefur verið kosinn besti ungi leikmaður úrvalsdeildar karla undanfarin tvö ár. Hann var efstu í stoðsendingum á síðasta tímabili með 8,9 slíkar í leik auk þess að skora 16,1 stig að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×