Fótbolti

Þriggja ára bann fyrir skítkast í bókstaflegri merkingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Kölnarliðsins.
Stuðningsmenn Kölnarliðsins. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Forráðamenn Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa sett þrjá áhorfendur í þriggja ára bann frá öllum leikjum í þýska fótboltanum eftir framkomu þeirra á leik liðsins um síðustu helgi.

Umræddir áhorfendur voru uppvísir að því henda pokum með mannaskít í stuðningsmenn erkifjendanna í Schalke þegar liðin mættust á laugardaginn var. Þar var því á ferðinni skítkast í bókstaflegri merkingu og það er ekki liðið þar sem annarsstaðar.

Sökudólgarnir þekktust á upptökum frá öryggismyndavélum og það var ákvörðun forráðamenna Kölnar að taka mjög hart á þessu til þess að koma í veg fyrir slíka hegðun í framtíðinni.

Fleiri áhorfendur eiga líka hættu á refsingum en það fór ekki vel í stuðningsmenn Kölnarliðsins að Schalke vann leikinn 5-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×