Körfubolti

Árni: Eigum eftir að stilla okkur betur saman

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. mynd/vilhelm
„Við Fjölnismenn verðum að skoða okkur sjálfa í liðsvörninni, það þarf að stilla þetta eitthvað betur," sagði Árni Ragnarsson, leikmaður Fjölnis eftir 73-95 tap gegn Grindvíkingum í Iceland Express deild karla í kvöld.

„Við erum margir nýir leikmenn hérna, ég er aðeins búinn að vera hérna í tvær vikur og kanarnir eru líka nýkomnir. Við erum ennþá að læra inn á hvorn annan í vörninni og það er svona það helsta sem þarf að laga til að spila betur."

„Við vorum með markmið í vörninni í leiknum og við vorum langt frá þeim, við erum ekki komnir á þann stað sem ég veit að við munum komast á. Það gengur ekki gegn liði eins og Grindavík sem verða líklegast við toppinn í vetur. Það eru margir sem eru búnir að spila lengi í þessari deild, margir búnir að spila lengi saman og þekkja vel hvorn annan."

„Núna tekur við að mæta á æfingu og stilla strengina okkar saman, ég er viss um að við munum koma á óvart í vetur og standa í öllum liðum, við eigum erfitt leikjaprógram framundan og markmiðið verður að spila betri vörn," sagði Árni.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Grindvíkingar unnu öruggan sigur

Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í kvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Fjölnismenn töpuðu hins vegar fyrir ÍR í fyrstu umferð og voru því að leita að fyrsta sigrinum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×