Körfubolti

Stjörnumenn byrja vel - unnu fjórtán stiga sigur á Króknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Freyr Helgason lék vel í kvöld.
Fannar Freyr Helgason lék vel í kvöld. Mynd/Vilhelm
Stjarnan fór í góða ferð á Sauðárkrók í kvöld og vann 14 sigur á heimamönnum í Tindastól, 105-91, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla. Stjarnan var með örugga forystu stærsta hluta leiksins en kláruðu þó ekki leikinn endanlega fyrr en með góðum spretti í upphafi fjórða leikhlutans.

Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, átti stóreik í Síkinu í kvöld en hann var með 26 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Justin Shouse lék líka mjög vel og skoraði 24 stig. Maurice Miller skoraði 22 stig fyrir Stólana og Svavar Atli Birgisson var með 20 stig.

Stjörnumenn voru sterkari frá byrjun leiks, voru 27-19 yfir eftir fyrsta leikhluta og með átta stiga forskot í hálfleik, 54-46. Stólarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu muninum niður í fjögur stig, 68-72. Það munaði síðan aðeins sex stigum, 76-82, þegar þriðja leikhlutanum lauk.  

Stjörnumenn stungu hinsvegar af í lokaleikhlutanum, næáðu mest 102-81 forystu og unnu að lokum fjórtán stiga sigur.

Tindastóll-Stjarnan 91-105 (19-27, 27-27, 30-28, 15-23)

Tindastóll: Maurice Miller 22/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 20, Helgi Rafn Viggósson 17/5 fráköst, Trey Hampton 17/12 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Pálmi Geir Jónsson 2, Loftur Páll Eiríksson 2, Einar Bjarni Einarsson 2.

Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 24/4 fráköst, Guðjón Lárusson 18, Keith Cothran 18/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 17/8 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×