Golf

Pylsukastarinn fékk innblástur eftir að hafa horft á myndina Drive

AP
Eins og við mátti búast var maðurinn sem kastaði pylsu í átt að Tiger Woods um síðustu helgi aðeins að leita sér að athygli. Hann segist hafa viljað gera eitthvað mjög sérstakt.

Pylsukastarinn heitir Brandon Kelly og er 31 árs. Hann segist hafa fengið hugmyndina er hann horfði á myndina "Drive".

"Ég kastaði pylsunni að Tiger því ég var undir áhrifum af myndinni Drive. Þegar myndinni lauk hugsaði ég um að ég yrði að gera eitthvað sérstakt og epískt. Ég þarf að kasta pylsu inn á flötina til Tigers," sagði Kelly sem fékk það sem hann vildi.

Hann er í fréttunum og fær sínar 15 mínútur af frægð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×