Körfubolti

Nýliðar Vals bæta við sig erlendum leikmanni

Nýliðar Vals í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hafa bætt við sig erlendum leikmanni. Hamid Dicko, sem er Bandaríkjamaður með franskt ríkisfang.
Nýliðar Vals í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hafa bætt við sig erlendum leikmanni. Hamid Dicko, sem er Bandaríkjamaður með franskt ríkisfang.
Nýliðar Vals í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hafa bætt við sig erlendum leikmanni. Hamid Dicko, sem er Bandaríkjamaður með franskt ríkisfang, spilaði sinn fyrsta leik með Val gegn Njarðvík í Lengjubikarnum og skoraði hann 14 stig í þeim leik.

Valsmenn eru án stiga í deildarkeppninni en liðið er með fjóra erlenda leikmenn í sínum röðum og einn sem er með bandarískt og íslenskt ríkisfang. Þeir eru Bandaríkjamennirnir Curry Collins og Darnell Hugee, Austin Magnus Brady sem er með bandarískt og íslenskt ríkisfang, Igor Tratnik frá Slóveníu og nú bætist Dicko í hópinn.

Næsti leikur Vals í deildarkeppninni er á föstudaginn þar sem liðið leikur gegn Fjölni á útivelli. Fjórða umferðin hefst á morgun með þremur leikjum; Þór Þ. – Njarðvík, Stjarnan – KR, ÍR – Snæfell. Og á föstudaginn eru þrír leikir: Keflavík – Haukar, Fjölnir – Valur, Grindavík – Tindastóll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×