Woods spilaði á fjórum undir pari - Daly strunsaði af velli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2011 10:15 Daly, í hvítu, gengur hér af velli ásamt kylfusveini sínum. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er þremur höggum á eftir fremsta manni eftir fyrsta keppnisdag opna ástralska meistaramótsins í golfi. Hann lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, í gær. Heimamaðurinn Jarrod Lyle er efstur á sjö höggum undir pari en landi hans, Adam Scott, lék á þremur undir pari í gær. Hann fékk reyndar albatrossa á 8. holu, sem er 557 jarda löng og par fimm. Það var þó líklega John Daly sem vakti einna mesta athyglina í gær en hann gekk af velli í miðri keppni og hætti leik. Það gerðist á tíundu holu, eftir að hann hafði slegið rangan bolta upp úr sandglompu og fékk fyrir það tveggja högga víti. Daly tók sig til og sló 6-7 bolta í nærliggjandi vatn, tilkynnti svo að hann væri hættur og gekk af velli. Forráðamenn mótsins í Ástralíu voru brjálaðir og báðu Daly vinsamlegast að halda sér frá mótinu í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daly lendir í óvenjulegu atviki í Ástralíu en á sama móti fyrir tveimur árum síðan hrifsaði hann til sín farsíma eins áhorfenda og kastaði honum í tré. Sagði hann að áhorfandinn hafi farið í taugarnar á sér. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er þremur höggum á eftir fremsta manni eftir fyrsta keppnisdag opna ástralska meistaramótsins í golfi. Hann lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, í gær. Heimamaðurinn Jarrod Lyle er efstur á sjö höggum undir pari en landi hans, Adam Scott, lék á þremur undir pari í gær. Hann fékk reyndar albatrossa á 8. holu, sem er 557 jarda löng og par fimm. Það var þó líklega John Daly sem vakti einna mesta athyglina í gær en hann gekk af velli í miðri keppni og hætti leik. Það gerðist á tíundu holu, eftir að hann hafði slegið rangan bolta upp úr sandglompu og fékk fyrir það tveggja högga víti. Daly tók sig til og sló 6-7 bolta í nærliggjandi vatn, tilkynnti svo að hann væri hættur og gekk af velli. Forráðamenn mótsins í Ástralíu voru brjálaðir og báðu Daly vinsamlegast að halda sér frá mótinu í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daly lendir í óvenjulegu atviki í Ástralíu en á sama móti fyrir tveimur árum síðan hrifsaði hann til sín farsíma eins áhorfenda og kastaði honum í tré. Sagði hann að áhorfandinn hafi farið í taugarnar á sér.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti