Golf

EM í golfi: Ísland þarf að vinna Ítalíu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ólafur Björn Loftsson hefur verið að spila vel.fréttablaðið/gva
Ólafur Björn Loftsson hefur verið að spila vel.fréttablaðið/gva
Íslenska karlalandsliðið í golfi þarf að vinna Ítalíu í dag til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta Evrópumeistaramóti áhugamanna.  Ísland tapaði í gær, 4-1, gegn Norðmönnum í B-riðli keppninnar en í þeim riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 9.-16. sæti eftir höggleikinn á mótinu sem fram fer í Portúgal.

Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti á næsta EM en Ísland endaði í 10. sæti af alls 20 þjóðum efir höggleikinn. Ólafur B. Loftsson var sá eini sem vann sinn leik gegn norska liðinu, Alfreð Brynjar Kristinsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Arnar Hákonarson töpuðu allir sínum leikjum.

Kvennalandsliðið leikur einnig gegn Ítalíu í dag á EM í Austurríki. Ísland tapaði 4-1 gegn Finnum í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var sú eina sem vann sinn leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×