Golf

Hækkaði sig um 300 sæti

Keegan Bradley hefur verið frábær á sínu fyrsta ári á mótaröðinni.
Keegan Bradley hefur verið frábær á sínu fyrsta ári á mótaröðinni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Keegan Bradley, bandaríski kylfingurinn sem sigraði í PGA-meistaramótinu um helgina, hækkaði sig um 300 sæti á heimslistanum í golfi með sigrinum, eins og greint er frá á kylfingur.is.

Fyrir mótið var hann í 329. sæti listans en situr nú í því 29. Þannig náði hann að skáka stórstjörnu eins og Tiger Woods sem er í 33. sæti.

Englendingurinn Luke Donald er sem fyrr í efsta sæti listans en hann náði 8. sæti í PGA-meistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×