Körfubolti

Körfuboltaveisla í Dalhúsunum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Auk Stjörnuleiksins sjálfs mun að venju fara fram þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni.

Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Auk Stjörnuleiksins sjálfs mun að venju fara fram þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni. Hátíðin hefst með undankeppni þriggja stiga keppninnar klukkan 14.00.

Troðslukeppnin verður kl. 14.30 og Stjörnuleikurinn sjálfur hefst hálftíma síðar en þar mætast úrvalslið höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, mun stýra liði landsbyggðarinnar en Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, stýrir liði höfuðborgarsvæðisins. Úrslit þriggja stiga keppninnar verða síðan í hálfleik á stjörnuleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×