Meiðsli Tiger Woods eru ekki alvarleg 13. mars 2012 10:15 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Getty Images / Nordic Photos Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Woods hætti keppni þegar hann var búinn með 11 holur af alls 18 á lokadeginum vegna verkja í hásin en hann hefur glímt við meiðsli á því svæði í nokkur misseri. Tiger mun hefja æfingar á ný í þessari viku og allar líkur á því að hann verði með á fyrsta stórmóti ársins – Mastersmótinu á Augusta sem hefst í byrjun apríl. Woods skrifaði á Twitter samskiptasíðuna í gær að hann hefði fengið góðar fréttir eftir að læknar höfðu skoða meiðslin. „Ég fékk góðar fréttir frá lækninum. Lítilsháttar tognun í hásin. Fer að slá golfbolta síðar í þessari viku og er bjartsýnn fyrir næstu viku," skrifaði Woods sem gæti tekið þátt á Bay Hill meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Woods meiddist á hásin á Mastersmótinu fyrir ári síðan og þau meiðsli héldu honum frá keppni í þrjá mánuði. Á þeim tíma missti hann af tveimur stórmótum. Hinn 36 ára gamli Woods hefur skráð sig til leiks á Arnold Palmer meistaramótinu á Bay Hill vellinum sem fram fer 22.-25. mars. Það er síðasta mótið sem Tiger tekur þátt í áður en kemur að Mastermótinu 5.-8. apríl. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Woods hætti keppni þegar hann var búinn með 11 holur af alls 18 á lokadeginum vegna verkja í hásin en hann hefur glímt við meiðsli á því svæði í nokkur misseri. Tiger mun hefja æfingar á ný í þessari viku og allar líkur á því að hann verði með á fyrsta stórmóti ársins – Mastersmótinu á Augusta sem hefst í byrjun apríl. Woods skrifaði á Twitter samskiptasíðuna í gær að hann hefði fengið góðar fréttir eftir að læknar höfðu skoða meiðslin. „Ég fékk góðar fréttir frá lækninum. Lítilsháttar tognun í hásin. Fer að slá golfbolta síðar í þessari viku og er bjartsýnn fyrir næstu viku," skrifaði Woods sem gæti tekið þátt á Bay Hill meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Woods meiddist á hásin á Mastersmótinu fyrir ári síðan og þau meiðsli héldu honum frá keppni í þrjá mánuði. Á þeim tíma missti hann af tveimur stórmótum. Hinn 36 ára gamli Woods hefur skráð sig til leiks á Arnold Palmer meistaramótinu á Bay Hill vellinum sem fram fer 22.-25. mars. Það er síðasta mótið sem Tiger tekur þátt í áður en kemur að Mastermótinu 5.-8. apríl.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti