Körfubolti

Benedikt Guðmundsson: Við stefnum á Íslandsmeistaratitillinn

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Mynd/Daníel
Benedikt Guðmundsson, þjálfari nýliða Þórs úr Þorlákshöfn, þurfti að sætta sig við naumt tap í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins á móti hans gömlu félögum í KR. KR vann 82-79 og er komið í 1-0 en það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í lokaúrslitin.

„Ég er mjög ánægður með leikinn sem slíkan. Við fengum frábært framlag frá mönnum sem stigu upp í meiðslum annarra. Ég hef lítið yfir leiknum að kvarta og var lítið sem við gátum gert í þessu lokaskoti þeirra. Þetta datt ofan í hjá þeim í þetta skiptið og það er gott fyrir þá að eiga svona tromp í leikmannahóp sínum," sagði Benedikt eftir leik.

Benedikt var bjartsýnn á möguleika sinna manna í einvíginu og stefnir hann hátt.

„Við erum með annan kanann á annari löppinni og hinn var í villuvandræðum. Við eigum fullt erindi í þetta. Við erum komnir hingað og stefnum við bara á Íslandsmeistaratitillinn eins og hin liðin í undanúrslitunum," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn í lok leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×