Körfubolti

KR sökkti Stólunum í Síkinu

KR-ingar eru komnir í undaúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sannfærandi sigur, 81-89, á Tindastóli í Síkinu í kvöld.

KR vann því rimmu liðanna 2-0 samanlagt og rúllar auðveldlega í undanúrslitin. Margir bjggust við því að Tindastóll myndi veita Íslandsmeisturunum verðuga keppni í þessari rimmu en af því varð ekki.

KR var með leikinn í höndum sér allan tímann í gær og Tindastóll náði aldrei almennilega að ógna meisturunum. Þeir eru því farnir í sumarfrí.

Tindastóll-KR 81-89 (16-21, 18-16, 19-23, 28-29)

Tindastóll: Curtis Allen 25/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 15/5 fráköst, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Igor Tratnik 8/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 7/4 fráköst, Maurice Miller 6, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Helgi Freyr Margeirsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0.

KR: Dejan Sencanski 27/4 fráköst, Joshua Brown 18/9 fráköst/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 14/5 fráköst, Robert Lavon Ferguson 10/5 fráköst, Martin Hermannsson 8, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Jón Orri Kristjánsson 2, Kristófer Acox 0, Emil Þór Jóhannsson 0/5 fráköst, Björn Kristjánsson 0, Ágúst  Angantýsson 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×