Golf

Olazabal tekinn fyrir glannaakstur eftir Masters

Olazabal var að sjálfsögðu myndaður eftir að hafa verið handtekinn.
Olazabal var að sjálfsögðu myndaður eftir að hafa verið handtekinn.
Spánverjanum Jose Maria Olazabal lá mikið á að komast burt frá Masters í gær. Svo mikið að lögreglan stöðvaði hann fyrir allt of hraðan akstur.

Olazabal var á 156 km/h þar sem aðeins mátti keyra á 100 km/h. Bar kylfingurinn því við að hann væri að drífa sig á annað golfmót.

Ekki hjálpaði hraðaksturinn við það því Olazabal var tekinn niður á stöð þar sem hann þurfti að greiða sekt upp 80 þúsund krónur. Eftir það mátti hann fara.

Olazabal vann Masters-mótið árin 1994 og 1995. Hann verður fyrirliði Ryder-liðs Evrópu í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×