Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri eftir bráðbana gegn Els 30. apríl 2012 11:00 Jason Dufner sigraði í fyrsta sinn á PGA móti í gær eftir bráðbana gegn Ernie Els AP Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Els, sem hefur sigrað á 19 PGA mótum á ferlinum, gerði engin mistökk á lokahringnum sem hann lék á 67 höggum. Els var nálægt því að tryggja sér sigurinn með pútti fyrir fugli á fyrstu holu bráðabanans en um 2 metra pútt hans fór framhjá holunni.Lokastaðan: Luke Donald frá Englandi endaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék á 17 höggum undir pari vallar. Þar með þokaði hann sér upp fyrir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem var í efsta sæti heimslistans í golfi. Dufner hefur margoft verið í baráttunni um sigur á PGA mótaröðinni en hefur þrívegis endað í öðru sæti á PGA móti. Hann vakti athygli á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Mastersmótinu þar sem hann efstur þegar keppni var hálfnuð. Hann náði sér ekki á strik á tveimur síðustu keppnisdögunum og endaði að lokum í 24. sæti. Dufner er 35 ára gamall og hann hefur m.a. tapað tvívegis í bráðabana um sigur á PGA mótaröðinni. Hann tapaði gegn Mark Wilson á Phoenix meistaramótinu í fyrra og hann þurfti að sjá á eftir sigrinum á PGA meistaramótinu s.l. haust þar sem að Keegan Bradley hafði betur. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs en stórmótin eru; Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið, Opna breska og PGA-meistaramótið. Bubba Watson lék á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Mastersmótinu. Hann endaði í 18. sæti og var 11 höggum á eftir Dufner og Els. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Els, sem hefur sigrað á 19 PGA mótum á ferlinum, gerði engin mistökk á lokahringnum sem hann lék á 67 höggum. Els var nálægt því að tryggja sér sigurinn með pútti fyrir fugli á fyrstu holu bráðabanans en um 2 metra pútt hans fór framhjá holunni.Lokastaðan: Luke Donald frá Englandi endaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék á 17 höggum undir pari vallar. Þar með þokaði hann sér upp fyrir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem var í efsta sæti heimslistans í golfi. Dufner hefur margoft verið í baráttunni um sigur á PGA mótaröðinni en hefur þrívegis endað í öðru sæti á PGA móti. Hann vakti athygli á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Mastersmótinu þar sem hann efstur þegar keppni var hálfnuð. Hann náði sér ekki á strik á tveimur síðustu keppnisdögunum og endaði að lokum í 24. sæti. Dufner er 35 ára gamall og hann hefur m.a. tapað tvívegis í bráðabana um sigur á PGA mótaröðinni. Hann tapaði gegn Mark Wilson á Phoenix meistaramótinu í fyrra og hann þurfti að sjá á eftir sigrinum á PGA meistaramótinu s.l. haust þar sem að Keegan Bradley hafði betur. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs en stórmótin eru; Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið, Opna breska og PGA-meistaramótið. Bubba Watson lék á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Mastersmótinu. Hann endaði í 18. sæti og var 11 höggum á eftir Dufner og Els.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira