Golf

Ísak og Birgir Leifur deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð

Birgir Leifur Hafþórsson og Ísak Jasonarson.
Birgir Leifur Hafþórsson og Ísak Jasonarson. golf.is
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili í íslenska golfinu. Birgir fékk örn (-2) á 18. holuna í dag sem hann lék á 3 höggum. Ísak er aðeins 16 ára gamall og kemur hann með látum inn á fyrsta stigamótið. Theodór Emil Karlsson úr Kili Mosfellsbæ og Ottó Sigurðsson úr GKG eru einu höggi á eftir efstu mönnum en þeir léku báðir á 73 höggum.

Axel Bóasson úr Keili, Íslandsmeistarinn í höggleik karla, lék á 76 höggum og er hann í 10. sæti. Axel tryggði sér sigurinn á Íslandsmótinu í fyrra á Hólmsvelli í Leiru.

Aðstæður voru erfiðar í dag á Suðurnesjunum. Hávaðarok sett svip sinn á keppnina og skor kylfinga var því frekar hátt.

Staða efstu manna:

1. -2. Ísak Jasonarson, GK 72

1. -2. Birgir Leifur Hafþórsson GKG 72

3. -4. Theodór Emil Karlsson, GKj., 73

3.-4. Ottó Sigurðsson, GKG 73

5. Kristján Þór Einarsson, GK 74

6.-9. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 75

6.-9. Pétur Freyr Pétursson, GR 75

6.-9. Rúnar Arnórsson, GK 75




Fleiri fréttir

Sjá meira


×