Golf

Efnilegur kylfingur fór holu í höggi tvo daga í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Sveinbergsson.
Gísli Sveinbergsson. Mynd/Keilir.is
Gísli Sveinbergsson, ungur og efnilegur kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, er að gera góða hluti þessa dagana. Hann náði því nefnilega að fara holu í höggi tvo daga í röð en þetta kemur fram á heimasíðu Keilis.

Gísli fór holu í höggi á 16. holu á Korpúlfstaðavelli á fimmtudagskvöldið og hann bætti svo um betur og náði þeim ótrúlega árangri að fara holu í höggi á 16. holu á Hvaleyrarvelli í fyrrakvöld.

„Að vísu var um annan bolta af teig að ræða og því telst höggið ekki gilt í kvöld sem slíkt enn engu síður frábær árangur hjá þessum unga og efnilega kylfing. Gísli undirbýr sig þessa dagana fyrir að taka þátt í sínu fyrsta móti á alþjóðlegum vettvangi. Enn hann var valinn til að spila fyrir Íslands hönd á Junior Open sem haldið er af R and A golfklúbbnum sem er eitt virtasta golfmót sem haldið er fyrir unglinga í heiminum," segir í fréttinni á heimasíðu Keilis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×