Golf

Ungir afrekskylfingar keppa í Finnlandi

Gísli Sveinbergsson úr Keili.
Gísli Sveinbergsson úr Keili. golf.is
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi hefur valið fimm unga kylfinga sem verða fulltrúar Íslands á finnska meistaramótinu sem fram fer 27.-29. júní. Þar verður leikið í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Keppt verður á Cooke vellinum í Vierumaki sem er um 100 km fjarlægð frá Helsinki.

Þeir sem keppa fyrir Íslands eru: Gísli Sveinbergsson, Keili, en hann keppir i flokki drengja sem eru fæddir á árunum 1996-1997, Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1996-1997), Henning Darri Þórðarson, Keili (98). Í einstaklingskeppni leika þeir: Birgir Björn Magnússon úr Keili(1996-1997) og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis (1998).

Finnski atvinnukylfingurinn Mikko Ilonen stendur að mótinu en hann á að baki tvo sigra á Evrópumótaröðinni. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá íslensku kylfinga sem munu leika í mótinu og þeir eru eftirfarandi:

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari verður fararstjóri í ferðinni:

Þriðja stigamót ársins á Arion-bankamótaröð unglinga hefst á morgun á Korpúlfsstaðarvelli þar sem að rétt um 150 kylfingar taka þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×