Fótbolti

Djurgården saknaði Guðbjargar - tapaði 11-0 á móti Linköping

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir. Mynd/Ossi Ahola
Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrirliði og markvörður Djurgården, gat ekki spilað með liði sínu á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag og varamarkvörður hennar, Tove Endblom, þurfti að sækja boltann átta sinnum í markið.

Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, tók við fyrirliðabandinu og lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 11-0 stórtap. Úrslitin koma mikið á óvart enda bæði liðin í neðri hluta deildarinnar.

Guðbjörg varð að segja sig út úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðslanna en Djurgården-liðið er áfram á botni deildarinnar með aðeins 3 stig eftir níu leiki.

Kristianstads DFF tapaði 2-0 fyrir Piteå IF á útivelli í dag en Katrín Ómarsdóttir var eina íslenska stelpan sem spilaði leikinn. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad sem tapaði þarna öðrum deildarleik sínum í röð eftir mikla sigurgöngu þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×