Golf

Signý: Atvinnumennskan ekki heillandi

Sigurður Elvar Þórólfsson í Leirdalnum skrifar
Þrjár efstu í kvennaflokki í dag.
Þrjár efstu í kvennaflokki í dag. mynd/seth
Signý Arnórsdóttir úr Keili fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í holukeppni á ferlinum í dag með 2/1 sigri gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur sem er einnig er úr Keili.

„Þessi úrslitaleikur var spennandi en ég hafði kannski aðeins meiri keppnisreynslu þarna undir lokin. Það er miklu meiri breidd í kvennagolfinu en áður og margir sem geta unnið mótin," sagði Signý en hún ætlar að flýta sér hægt hvað varðar atvinnumennskudraumana.

„Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera, en mér finnst ekki heillandi að reyna við atvinnumennskuna ef það er eintómt fjárhagslegt basl."

Kærasti Signýjar, Sævar Ingi Sigurgeirsson, er aðstoðarmaður hennar á öllum mótum og það ber lítið á ósætti þeirra á milli á meðan keppni stendur.

„Hann stendur sig vel, mjög vel, Sævar er rétt að byrja í golfinu og á mikið inni. Hann er miklu spenntari og stressaðri en ég á meðan mótin fara fram. En við erum bara fín saman í þessu," sagði Signý.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×