Golf

Stefán Már og Þórður Rafn í gegnum niðurskurðinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stefán Már var í góðum gír í dag.
Stefán Már var í góðum gír í dag.
Atvinnukylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, komust í gegnum niðurskurðinn á Bayreuth Open mótinu í Þýskalandi en mótið er hluti af EPD mótaröðinni.

Þórður Rafn lék hring gærdagsins á 71 höggi eða einu undir pari en ekki gekk jafnvel í dag. Þórður kom í hús á 74 eða tveimur yfir pari og er samanlagt á einu höggi yfir pari eftir tvo hringi. Hann náði þó niðurskurðinum og deilir 38. sæti með átta öðrum kylfingum.

Stefán Már, sem spilaði fyrsta hringinn á tveimur yfir pari, átti úrvalshring í dag. Hann spilaði á 69 höggum eða þremur undir og er samanlagt á einu höggi undir pari. Hann er í 26. sæti.

Áhugamaðurinn Moritz Lampert frá Þýskalandi er í efsta sæti fyrir lokadaginn sem fram fer á morgun. Lampert hefur verið í sérflokki, er á 13 höggum undir pari samanlagt með fjögurra högga forskot á næsta mann.

Lokadagurinn fer fram á morgun. Hægt er að fylgjast með gangi mála á mótinu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×