Golf

Adam Scott segist ekki hafa farið á taugum

Stevie Williams aðstoðarmaður Adam Scott hefur upplifað 13 sigra á stórmóti sem aðstoðarmaður Tiger Woods.
Stevie Williams aðstoðarmaður Adam Scott hefur upplifað 13 sigra á stórmóti sem aðstoðarmaður Tiger Woods. Getty Images / Nordic Photos.
Ástralski kylfingurinn Adam Scott segir að hann hafi ekki farið á taugum á síðustu holunum á lokakeppnisdegi opna breska meistaramótsins. Scott lék síðustu fjórar holurnar á fjórum höggum yfir pari og Ernie Els frá Suður-Afríku tryggði sér sigurinn á stórmótinu.

Scott var með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn en hann lék á 75 höggum þegar mest á reyndi eða 5 höggum yfir pari. „Ég kom sjálfum mér á óvart þar sem ég var mjög rólegur á lokahringnum. Það sem gerðist var að ég náði ekki að setja boltann í holuna á fjórum síðustu holunum. Það hefði allt breyst ef ég hefði sett niður púttin á 15. og 16," sagði hinn 32 ára gamli Scott sem hefur ekki náð að sigra á stórmóti á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×