Guðrún Brá og Ragnar Már Íslandsmeistarar unglinga í höggleik 22. júlí 2012 17:26 Guðrún Brá og Ragnar Már með verðlaun sín. Mynd/GSÍmyndir.net Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Saga Traustadóttir GR og Ragnar Már Garðarsson GKG urðu í dag Íslandsmeistarar í flokkum sínum á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli um helgina. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK varði Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra í flokki 17-18 ára stúlkna. Guðrún Brá lék hringina þrjá á 229 höggum og vann með þriggja högga mun. Guðrún Brá setti glæsilegt vallarmet af bláum teigum á fyrsta keppnisdegi. Eldra metið bætti hún um tvö högg en hún lék á 69 höggum. Í öðru sæti varð Anna Sólveig Snorradóttir GK en Anna lék á 232 höggum. Í þriðja sæti varð Guðrún Pétursdóttir GR á 233 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir GR varð Íslandsmeistari í flokki telpna 15-16 ára. Ragnhildur lék á 234 höggum eða 21 yfir pari. Í öðru sæti varð Sara Margrét Hinriksdóttir GK á 242 höggum eða 29 yfir pari. Í þriðja sæti varð Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG á 249 höggum eða 36 yfir pari. Saga Traustadóttir GR varð Íslandsmeistari í stelpnaflokki 14 ára og yngri, hún lék á 250 höggum eða 47 yfir pari. Önnur varð Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR á 261 höggi eða 48 yfir pari. Í þriðja sæti varð Eva Karen Björnsdóttir GR á 262 höggum eða 49 yfir pari. Ragnar Már Garðarsson varð Íslandsmeistari í flokki pilta 17-18 ára. Ragnar lék á 224 höggum eða 11 yfir pari. Eann fékk fugla á þremur síðustu holunum og vann með eins högga mun. Í öðru sæti varð Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Bjarki Pétursson GB, á 225 höggum eða 12 yfir pari. Í þriðja sæti varð Emil Þór Ragnarsson GKG á 232 höggum eða 19 höggum yfir pari. Leik er ólokið í flokki drengja 14 ára og yngri annars vegar og flokki 15-16 ára drengja hins vegar. Óhætt er að segja að veðrið hafi sett svip sinn á mótið en keppendur fengu allar gerði af veðri allt frá sól og sumaryl yfir í krappa haustlægð með roki og rigningu.Stúlkur 17-18 ára. 1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, 69/ 76/ 84 = 229 +16 2 Anna Sólveig Snorradóttir GK, 73/ 75/ 84 = 232 +19 3 Guðrún Pétursdóttir GR, 73/ 76/ 84 = 233 +20Telpur 15-16 ára. 1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR, 77/ 78/ 79 = 234 +21 2 Sara Margrét Hinriksdóttir GK, 81/ 80/ 81 = 242 +29 3 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG, 88/ 78/ 83 = 249 +36Stelpur 14 ára og yngri 1 Saga Traustadóttir GR, 85/ 78 / 87 = 250 +37 2 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR, 86 / 87/ 88 = 261 +48 3 Eva Karen Björnsdóttir GR, 84/ 85/ 93 =262 +49Piltar 17-18 ára 1 Ragnar Már Garðarsson GKG, 74/ 71/ 79 = 224 +11 2 Bjarki Pétursson GB, 78/ 71/ 76 = 225 +12 3 Emil Þór Ragnarsson GKG, 75/ 78/ 79 = 232 +19 Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá og Ragnar Már leiða fyrir lokadaginn á Íslandsmóti unglinga Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ragnar Már Garðarsson úr GKG hafa forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmóti unglinga í höggleik en leikið er á Kiðjabergsvelli. Keppendur voru ræstir út snemma í morgun vegna slæmrar veðurspár og náðu flestir keppendur að ljúka leik við sómasamleg veðurskilyrði. 21. júlí 2012 22:15 Guðrún Brá bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli Í dag var leikin fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Hallgrímur Júlíusson úr GV er efstur í 17-18 ára flokki pilta en hann lék á einu höggi yfir pari eða 72 höggum. 20. júlí 2012 19:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Saga Traustadóttir GR og Ragnar Már Garðarsson GKG urðu í dag Íslandsmeistarar í flokkum sínum á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli um helgina. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK varði Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra í flokki 17-18 ára stúlkna. Guðrún Brá lék hringina þrjá á 229 höggum og vann með þriggja högga mun. Guðrún Brá setti glæsilegt vallarmet af bláum teigum á fyrsta keppnisdegi. Eldra metið bætti hún um tvö högg en hún lék á 69 höggum. Í öðru sæti varð Anna Sólveig Snorradóttir GK en Anna lék á 232 höggum. Í þriðja sæti varð Guðrún Pétursdóttir GR á 233 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir GR varð Íslandsmeistari í flokki telpna 15-16 ára. Ragnhildur lék á 234 höggum eða 21 yfir pari. Í öðru sæti varð Sara Margrét Hinriksdóttir GK á 242 höggum eða 29 yfir pari. Í þriðja sæti varð Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG á 249 höggum eða 36 yfir pari. Saga Traustadóttir GR varð Íslandsmeistari í stelpnaflokki 14 ára og yngri, hún lék á 250 höggum eða 47 yfir pari. Önnur varð Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR á 261 höggi eða 48 yfir pari. Í þriðja sæti varð Eva Karen Björnsdóttir GR á 262 höggum eða 49 yfir pari. Ragnar Már Garðarsson varð Íslandsmeistari í flokki pilta 17-18 ára. Ragnar lék á 224 höggum eða 11 yfir pari. Eann fékk fugla á þremur síðustu holunum og vann með eins högga mun. Í öðru sæti varð Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Bjarki Pétursson GB, á 225 höggum eða 12 yfir pari. Í þriðja sæti varð Emil Þór Ragnarsson GKG á 232 höggum eða 19 höggum yfir pari. Leik er ólokið í flokki drengja 14 ára og yngri annars vegar og flokki 15-16 ára drengja hins vegar. Óhætt er að segja að veðrið hafi sett svip sinn á mótið en keppendur fengu allar gerði af veðri allt frá sól og sumaryl yfir í krappa haustlægð með roki og rigningu.Stúlkur 17-18 ára. 1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, 69/ 76/ 84 = 229 +16 2 Anna Sólveig Snorradóttir GK, 73/ 75/ 84 = 232 +19 3 Guðrún Pétursdóttir GR, 73/ 76/ 84 = 233 +20Telpur 15-16 ára. 1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR, 77/ 78/ 79 = 234 +21 2 Sara Margrét Hinriksdóttir GK, 81/ 80/ 81 = 242 +29 3 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG, 88/ 78/ 83 = 249 +36Stelpur 14 ára og yngri 1 Saga Traustadóttir GR, 85/ 78 / 87 = 250 +37 2 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR, 86 / 87/ 88 = 261 +48 3 Eva Karen Björnsdóttir GR, 84/ 85/ 93 =262 +49Piltar 17-18 ára 1 Ragnar Már Garðarsson GKG, 74/ 71/ 79 = 224 +11 2 Bjarki Pétursson GB, 78/ 71/ 76 = 225 +12 3 Emil Þór Ragnarsson GKG, 75/ 78/ 79 = 232 +19
Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá og Ragnar Már leiða fyrir lokadaginn á Íslandsmóti unglinga Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ragnar Már Garðarsson úr GKG hafa forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmóti unglinga í höggleik en leikið er á Kiðjabergsvelli. Keppendur voru ræstir út snemma í morgun vegna slæmrar veðurspár og náðu flestir keppendur að ljúka leik við sómasamleg veðurskilyrði. 21. júlí 2012 22:15 Guðrún Brá bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli Í dag var leikin fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Hallgrímur Júlíusson úr GV er efstur í 17-18 ára flokki pilta en hann lék á einu höggi yfir pari eða 72 höggum. 20. júlí 2012 19:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá og Ragnar Már leiða fyrir lokadaginn á Íslandsmóti unglinga Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ragnar Már Garðarsson úr GKG hafa forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmóti unglinga í höggleik en leikið er á Kiðjabergsvelli. Keppendur voru ræstir út snemma í morgun vegna slæmrar veðurspár og náðu flestir keppendur að ljúka leik við sómasamleg veðurskilyrði. 21. júlí 2012 22:15
Guðrún Brá bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli Í dag var leikin fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Hallgrímur Júlíusson úr GV er efstur í 17-18 ára flokki pilta en hann lék á einu höggi yfir pari eða 72 höggum. 20. júlí 2012 19:30