Viðskipti erlent

83 milljón plat einstaklingar á facebook

BBI skrifar
Mynd/AP
Yfir 83 milljón notendur á facebook eru plat. Þetta tilkynnti fyrirtækið í síðustu viku.

Af þeim 955 milljón notendum sem eru virkir á facebook eru 8,7% ekki til í alvörunni. Þar af eru 4,8% nokkurs konar tvífara-notendur, þ.e. einstaklingar hafa búið til tvö eintök af sjálfum sér á vefnum. 2,4% eru notendur sem ekki eru mannlegir, t.d. gæludýr eða fyrirtæki. Loks eru 1,5% notenda flokkaðir sem óæskilegir, þ.e. þeir brjóta reglur facebook t.d. með því að senda stöðugt út fjöldaskilaboð.

Starfsfólk facebook segir að þessir notendur skaði rekstur fyrirtækisins þar sem facebook byggir afkomu sína á auglýsingatekjum. Tekjumódelið missir marks ef stór hluti markhópsins er bara plat.

Frá þessu er sagt á vef BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×