Körfubolti

Annar Kani kominn til Snæfells

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/getty
Asim McQueen er genginn í raðir karlaliðs Snæfells í körfuknattleik. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

McQueen lék með Tulane-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hann var með 7,7 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik. Eftir háskólann lék hann tvö tímabil í næstefstu og efstu deild í Argentínu.

„Asim á eftir að styrkja Snæfellsliðið undir körfunni en í fyrra vantaði okkur örlítið uppá þá stöðu. Asim er stór og stæðilegur leikmaður sem lék síðustu tvö ár í Argentínu. Deildarkeppnin þar er mjög sterk en hann vill núna opna veg sinn inní evrópskan körfubolta.

Kappinn er fjölhæfur á báðum endum vallarins og því verður spennandi að bjóða hann velkominn í Hólminn," segir Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells á heimasíðu liðsins.

Von er á McQueen til landsins í byrjun september líkt og Jay Threatt sem Snæfell samdi við í júlí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×