Golf

GKG Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson er í sigursveitinni.
Birgir Leifur Hafþórsson er í sigursveitinni. Mynd/Ernir
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í sveitakeppni í golfi eftir sigur á Golfklúbbi Setbergs í úrslitaleik en 1. deildin fór fram á Hólmsvelli á Leiru. Þetta er í fjórða sinn sem GKG vinnur sveitakeppnina en Íslandsmeistaratitilinn kom einnig í hús 2004, 2007 og 2009.

Golfklúbbur Reykjavíkur var búinn að vinna sveitakeppnina undanfarin tvö ár en endaði nú í þriðja sætinu eftir að unnið Keili í leiknum um þriðja sætið.

Kjölur varð í fimmta sæti, heimamenn í Golfklúbbi Suðurnesja urðu sjöttu, Leynismenn enduðu í sjöundan sæti og Golfklúbbur Vestmannaeyja rak lestina.

Sveit Íslandsmeistara GKG skipa eftirtaldir: Alfreð Brynjar Kristinsson, Ari Magnússon, Birgir Leifur Hafþórsson, Guðjón H Hilmarsson, Kjartan Dór Kjartansson, Ottó Sigurðsson, Ragnar Már Garðarsson og Sigmundur Einar Másson en liðstjóri var Gunnar Páll Þórisson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×