Körfubolti

Sautján stiga tap í Tel Aviv

Jakob átti fínan leik í kvöld.
Jakob átti fínan leik í kvöld.
Íslenska körfuknattleikslandsliðið barðist hetjulega gegn Ísrael í Tel Aviv í kvöld en varð að sætta sig við sautján stiga tap, 92-75, að lokum.

Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega í fyrri hálfleik. Byrjaði með miklum látum og náði frumkvæðinu strax.

Strákarnir okkar leiddu allt þar til þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá komst ísraelska liðið yfir í fyrsta skipti í leiknum og leiddi með fjórum stigum, 42-38, í hálfleik.

Þrátt fyrir fína tilburði íslenska liðsins hélt bilið að breikka og Ísrael náði tíu stiga forskoti, 59-49, er þriðji leikhluti var rúmlega hálfnaður.

Þegar þriðji leikhlutinn var allur var munurinn ellefu stig, 67-56. Þetta bil náði íslenska liðið aldrei að brúa og því fór sem fór.

Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig og 6 fráköst. Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig og þeir Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij skoruðu báðir 10 stig.

Íslenska liðið er nú búið að leika átta leiki í sínum riðli og aðeins vinna einn en tapa sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×