Sport

Árni samdi við írska Cage Contender sambandið

Árni Ísaksson.
Árni Ísaksson.
Bardagaíþróttakappinn Árni Ísaksson hjá Mjölni hefur gert þriggja bardaga samning í blönduðum bardagaíþróttum við írska Cage Contender sambandið. Árni hefur áður barist í Cage Contender en Gunnar Nelson hjá Mjölni hefur einnig tvisvar barist undir merkjum Cage Contender.

Árni bar sigurorð af heimamanninum Ronan McKay í Belfast í nóvember 2010 með armlás í þriðju lotu í keppni hjá Cage Contender.

Írinn Cathal Pendered er veltivigarmeistari Cage Contender en hann dvelur nú á Íslandi til að aðstoða Gunnar Nelson við undirbúning fyrir UFC bardaga Gunnars sem framundan er í lok september.

Árni Ísaksson á 15 bardaga að baki í MMA, 11 sigra og 4 töp. Hann keppti síðast gegn Frakkanum Gael Grimaud í Jórdaníu í september í fyrra en beið lægri hlut í annarri lotu. Árni hefur síðan stundað stífar æfingar og kemur vel undirbúinn til leiks að þessu sinni.

Nánari upplýsingar um næsta bardaga hjá Árna og hver verður andstæðingur hans verða gefnar fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×