Listakonur kryfja mannsheilann BBI skrifar 11. september 2012 15:13 Sigrún Hlín og Saga. Mynd/Anton Brink Tvær ungar listakonur ætla að bregða sér í hlutverk vísindamanna og flytja fræðilegan fyrirlestur um mannsheilann í næstu viku. Stúlkurnar munu einblína á sjón og tilfinningar og skoða hvernig hugur mannsins vinnur úr sjónrænum- og tilfinningalegum upplýsingum. Þær hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og hafa í sumar kynnt sér mannsheilann í þaula. Stúlkurnar fengu inni hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem þær munu flytja fyrirlesturinn í einum háþróaðasta tæknisal landsins þann 19. september. „Sem er strax mjög skemmtilegt," segir Saga Garðarsdóttir, nýútskrifuð leikkona, en útskýrir þó að þær vinkonur hafi aldrei verið miklar á tæknilega sviðinu og því muni þær lítið nota hátæknina sem þeim stendur til boða. Stúlkurnar ætla í stuttu máli að fjalla um hvernig maðurinn er alltaf að skálda inn í eyðurnar, þ.e. hvernig hann ofskynjar stöðugt umhverfi sitt. „Til dæmis er fókuspunktur augans afskaplega þröngur. En svo fyllir heilinn samstundis upp í alla myndina með rökum eða ályktunum," segir Saga. „Þannig fjallar þetta í raun um hvað við erum öll skapandi þó við séum ekki að reyna það."Saga og Sigrún Hlín.Mynd/Anton BrinkSamstarfskona Sögu er myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir og saman ætluðu þær fyrst að fjalla um heilann eins og hann leggur sig. „En við komumst fljótt að því að heilinn er ekkert smá," segir Saga og því ákváðu þær að einbeita sér að sjón og tilfinningum. „Sem er fyndið því hún er myndlistakona og ég er leikari. Frekar dæmigerðir listamenn." Verkefnið er í raun tilraun til að tengja listir og vísindi saman sem er líklega ástæða þess að stúlkurnar fengu styrk hjá Rannís, að mati Sögu. Stelpurnar munu þannig feta vandrataða braut milli vísinda og listar í fyrirlestrinum. „Þetta verður í raun og veru bæði minni fræðilegur fyrirlestur og minni leiksýning en ég bjóst við að þetta yrði. Þetta er meiri blanda. Við verðum í sjálfu sér einhvers konar gervitaugafræðingar." Menning Tengdar fréttir Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00 Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tvær ungar listakonur ætla að bregða sér í hlutverk vísindamanna og flytja fræðilegan fyrirlestur um mannsheilann í næstu viku. Stúlkurnar munu einblína á sjón og tilfinningar og skoða hvernig hugur mannsins vinnur úr sjónrænum- og tilfinningalegum upplýsingum. Þær hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og hafa í sumar kynnt sér mannsheilann í þaula. Stúlkurnar fengu inni hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem þær munu flytja fyrirlesturinn í einum háþróaðasta tæknisal landsins þann 19. september. „Sem er strax mjög skemmtilegt," segir Saga Garðarsdóttir, nýútskrifuð leikkona, en útskýrir þó að þær vinkonur hafi aldrei verið miklar á tæknilega sviðinu og því muni þær lítið nota hátæknina sem þeim stendur til boða. Stúlkurnar ætla í stuttu máli að fjalla um hvernig maðurinn er alltaf að skálda inn í eyðurnar, þ.e. hvernig hann ofskynjar stöðugt umhverfi sitt. „Til dæmis er fókuspunktur augans afskaplega þröngur. En svo fyllir heilinn samstundis upp í alla myndina með rökum eða ályktunum," segir Saga. „Þannig fjallar þetta í raun um hvað við erum öll skapandi þó við séum ekki að reyna það."Saga og Sigrún Hlín.Mynd/Anton BrinkSamstarfskona Sögu er myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir og saman ætluðu þær fyrst að fjalla um heilann eins og hann leggur sig. „En við komumst fljótt að því að heilinn er ekkert smá," segir Saga og því ákváðu þær að einbeita sér að sjón og tilfinningum. „Sem er fyndið því hún er myndlistakona og ég er leikari. Frekar dæmigerðir listamenn." Verkefnið er í raun tilraun til að tengja listir og vísindi saman sem er líklega ástæða þess að stúlkurnar fengu styrk hjá Rannís, að mati Sögu. Stelpurnar munu þannig feta vandrataða braut milli vísinda og listar í fyrirlestrinum. „Þetta verður í raun og veru bæði minni fræðilegur fyrirlestur og minni leiksýning en ég bjóst við að þetta yrði. Þetta er meiri blanda. Við verðum í sjálfu sér einhvers konar gervitaugafræðingar."
Menning Tengdar fréttir Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00 Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00