Fótbolti

Margrét Lára skoraði fyrir Kristianstad | Djurgården úr botnsæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad í 3-0 sigri á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Margrét Lára spilaði allan leikinn.

Þetta var hennar fyrsta mark á tímabilinu en hún kom aftur til félagsins í sumar. Á síðasta tímabili skoraði hún 21 mark í jafnmörgum deildarleikjum með Kristianstad.

Katrín Ómarsdóttir og Sif Atladóttir voru einnig í byrjunarliði Kristianstad en Katrín var tekin af velli á 82. mínútu.

Kristianstad er í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig. Tyresö er á toppnum með 46 stig og Malmö í öðru sæti með 45.

Þá vann Djurgården afar mikilvægan sigur á Örebro á sama tíma, 3-1. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliði Djurgården sem komst með sigrinum úr botnsæti deildarinnar.

Djurgården er þó enn fjórum stigum frá öruggu sæti en næsta lið fyrir ofan er Örebro með sextán stig. Edda Garðarsdóttir var ekki í liði Örebro í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×