Fótbolti

Aron skoraði enn og aftur fyrir AGF

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Jóhannsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Aron Jóhannsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Aron Jóhannsson skoraði sitt ellefta mark á tímabilinu þegar að AGF vann 2-1 sigur á OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Aron hefur nú skorað tíu mörk í síðustu fimm leikjum sínum með AGF en liðið hefur ekki tapað leik í deildinni síðan að Aron byrjaði að raða mörkunum inn. Þar er nú komið með átján stig og situr í fjórða sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði FCK.

Aron skoraði eitt mark í fyrstu sex leikjum AGF á tímabilinu en hefur síðustu vikur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann hefur til að mynda verið orðaður við Arsenal í enskum fjölmiðlum.

Hann skoraði síðar mark AGF í dag og kom sínum mönnum í 2-0. OB minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en nær komust heimamenn ekki. Aron lék allan leikinn fyrir AGF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×